Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 13:51 Fallegir folar að Fjallabaki sem tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti en að um hesta er að ræða. Vísir/Vilhelm Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér. Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér.
Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira