Segir að treyja Man United sé þung byrði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 21:32 Treyjan var of þung fyrir Onana sem talaði mikið í fjölmiðlum en varði lítið á vellinum. Peter Byrne/Getty Images Það að vera markvörður Manchester United er ekki fyrir alla. Því komst André Onana heldur fljótt að eftir að hann átti að hjálpa til við að umturna leikstíl félagsins. „Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
„Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira