Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 16:31 Jon Dahl Tomasson spilar hápressu fótbolta sem ekki allir Svíar eru ánægðir með, en Kim Kallström er sáttur. Michael Campanella/Getty Images Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu. Svíþjóð tapaði 2-0 gegn Kósovó í gærkvöldi og sænska knattspyrnusambandið þurfti að slökkva á ummælum á Instagram, svo slæm voru viðbrögð stuðningsmanna. Í sænskum miðlum er tapinu lýst sem algjörri niðurlægingu fyrir sænskan fótbolta. „Heimurinn hæðist að sænska landsliðinu... Það versta er að þeir áttu skilið að tapa“ skrifar Aftonbladet. Svo gott sem allt fór úrskeiðis hjá Svíþjóð í Kósovó í gærkvöldi, eins og Ísland fékk að upplifa fyrir ekki svo löngu. „Gulblátt HM partý breyttist í biksvarta martröð“ skrifar Expressen. Þá er einnig dregin er upp mynd af nágrannalöndunum gera grín að Svíþjóð. Danmörk í efsta sæti síns riðils eftir tvo leiki, Noregur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, Finnland í fínum séns með sjö stig eftir fimm leiki og Ísland í efsta sæti í sínum riðli, en á vissulega eftir að spila gegn Frakklandi. Isak í áflogum Stærsta stjarna liðsins og dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, spilaði sínar fyrstu mínútur en tókst engan veginn að komast inn í leikinn. Hans eftirminnilegasta stund var þegar hann lenti í áflogum við annan leikmann. Alexander Isak fékk gult spjald fyrir sinn þátt í stympingunum. Með aðeins eitt stig eftir tvo leiki eru svartsýnustu Svíar strax farnir að gefa HM drauminn upp á bátinn. Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús og í mjög góðri stöðu, en annað sætið er vissulega vel innan seilingar og gefur umspilsmöguleika. Önnur tegund af fótbolta Leikstíllinn sem Jon Dahl Tomasson leggur upp með virðist þó ekki hafa heillað. Hann spilar áhættusaman fótbolta, pressar stíft og lætur mann elta annan hátt upp völlinn. Svíar stóðu gáttaðir eftir að galopin vörnin hafði gefið tvö mörk. Armando Babani/Getty Images Í viðtölum eftir leik þurfti Tomasson að taka til varna við gagnrýni. „Ef þú skoðar síðustu tólf leiki fyrir þennan, síðan í september 2024, höfum við unnið átta, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Þeir geta svo sannarlega spilað svona. Við sjáum hvernig leikmenn við erum með, hvernig fótbolta þeir spila með sínum félagsliðum. Þetta er fótboltinn sem þeir spila, þetta er fótboltinn sem þeir vilja spila“ sagði Jon Dahl Tomasson, greinilega ómeðvitaður um að landsliðsfótbolti er önnur tegund af fótbolta, eins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ítrekað bent á. Heldur ró meðan báturinn ruggar Þrátt fyrir umlykjandi storm stendur sænska knattspyrnusambandið með sínum manni og leikstílnum sem hann leggur upp með. Kim Kallström kom Tomasson til varna eftir tapið í gær og sagði þröngsýni að kenna leikstílnum um eitt tap, það gæti gerst af ýmsum ástæðum. „Við getum ekki bara breytt öllu og kastað hlutum til hliðar þegar eitthvað fer aðeins úrskeiðis. Mitt starf er að halda ró á meðan báturinn ruggar“ sagði Kallström einnig. HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Svíþjóð tapaði 2-0 gegn Kósovó í gærkvöldi og sænska knattspyrnusambandið þurfti að slökkva á ummælum á Instagram, svo slæm voru viðbrögð stuðningsmanna. Í sænskum miðlum er tapinu lýst sem algjörri niðurlægingu fyrir sænskan fótbolta. „Heimurinn hæðist að sænska landsliðinu... Það versta er að þeir áttu skilið að tapa“ skrifar Aftonbladet. Svo gott sem allt fór úrskeiðis hjá Svíþjóð í Kósovó í gærkvöldi, eins og Ísland fékk að upplifa fyrir ekki svo löngu. „Gulblátt HM partý breyttist í biksvarta martröð“ skrifar Expressen. Þá er einnig dregin er upp mynd af nágrannalöndunum gera grín að Svíþjóð. Danmörk í efsta sæti síns riðils eftir tvo leiki, Noregur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, Finnland í fínum séns með sjö stig eftir fimm leiki og Ísland í efsta sæti í sínum riðli, en á vissulega eftir að spila gegn Frakklandi. Isak í áflogum Stærsta stjarna liðsins og dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, spilaði sínar fyrstu mínútur en tókst engan veginn að komast inn í leikinn. Hans eftirminnilegasta stund var þegar hann lenti í áflogum við annan leikmann. Alexander Isak fékk gult spjald fyrir sinn þátt í stympingunum. Með aðeins eitt stig eftir tvo leiki eru svartsýnustu Svíar strax farnir að gefa HM drauminn upp á bátinn. Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús og í mjög góðri stöðu, en annað sætið er vissulega vel innan seilingar og gefur umspilsmöguleika. Önnur tegund af fótbolta Leikstíllinn sem Jon Dahl Tomasson leggur upp með virðist þó ekki hafa heillað. Hann spilar áhættusaman fótbolta, pressar stíft og lætur mann elta annan hátt upp völlinn. Svíar stóðu gáttaðir eftir að galopin vörnin hafði gefið tvö mörk. Armando Babani/Getty Images Í viðtölum eftir leik þurfti Tomasson að taka til varna við gagnrýni. „Ef þú skoðar síðustu tólf leiki fyrir þennan, síðan í september 2024, höfum við unnið átta, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Þeir geta svo sannarlega spilað svona. Við sjáum hvernig leikmenn við erum með, hvernig fótbolta þeir spila með sínum félagsliðum. Þetta er fótboltinn sem þeir spila, þetta er fótboltinn sem þeir vilja spila“ sagði Jon Dahl Tomasson, greinilega ómeðvitaður um að landsliðsfótbolti er önnur tegund af fótbolta, eins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ítrekað bent á. Heldur ró meðan báturinn ruggar Þrátt fyrir umlykjandi storm stendur sænska knattspyrnusambandið með sínum manni og leikstílnum sem hann leggur upp með. Kim Kallström kom Tomasson til varna eftir tapið í gær og sagði þröngsýni að kenna leikstílnum um eitt tap, það gæti gerst af ýmsum ástæðum. „Við getum ekki bara breytt öllu og kastað hlutum til hliðar þegar eitthvað fer aðeins úrskeiðis. Mitt starf er að halda ró á meðan báturinn ruggar“ sagði Kallström einnig.
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira