Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar 10. september 2025 08:02 Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Geðheilbrigði Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðlegu sjálfsvígsforvarnarsamtökunum (International Association for Suicide Prevention) deyja um 700.000 manns úr sjálfsvígi í heiminum á ári. Sjálfsvíg snerta fólk úr öllum stéttum og samfélagshópum. Því er mikilvægt að auka fjármagn til gagnasöfnunar, rannsóknar- og forvarnarstarfs í málaflokknum. Með aukinni gagnasöfnun getum við betur kortlagt vandann sem er nauðsynlegt til að skilja þróun, setja inn bjargráð og geta gripið inn í á réttum tímapunkti. Þá þarf að tryggja fjármagn til lágþröskuldaúrræða eins þau gjaldfrjálsu meðferðarúrræði sem Píeta samtökin veita ásamt hjálparsímanum 552 2218 sem er opinn allan sólahringinn allt árið um kring. Slík verkefni eru hornsteinar í lýðheilsu samfélagsins. Segðu það upphátt! Í dag, þann10. september, er alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum, brjóta niður skömm og þöggun í kringum geðræna erfiðleika og hvetja fólk til að tala saman og hlusta af einlægni, sýna samkennd, hlýju og virðingu. Margir upplifa á einhverjum tímapunkti í lífinu tilfinningu sem lýsir sér sem óbærilegum sársauka – en vilja í raun ekki deyja, heldur hætta að líða illa. Það skiptir því öllu máli að rjúfa þögnina. Að ræða opinskátt um líðan, viðurkenna tilfinningar og sýna samkennd getur bjargað lífi. Gott forvarnaráð er að venja sig við að spyrja vini og fjölskyldu einfaldrar spurningar: Hvernig hefur þú það í alvöru? Og síðan að hlusta – án þess að dæma, með opnu hjarta. Ungt fólk og eldra fólk Sjálfsvíg snerta fólk á öllum aldri, en þrátt fyrir aukna umræðu er enn rík þörf á vitundarvakningu. Í dag langar mig til að beina sjónum að mikilvægi forvarna tveggja hópa; ungmenna og eldra fólks. Ungt fólk upplifir oft álag og tilfinningalegan óstöðugleika sem gjarnan fylgir unglingsárunum, hefur áhyggjur af framtíðinni er óöruggt með sjálfsmyndina og upplifir pressu frá samfélagsmiðlum. Þau geta átt erfitt með að tjá tilfinningar sínar og vita ekki hvar þau geta leitað hjálpar. Á sama tíma getur eldra fólk upplifað einsemd, missi, veikindi eða skerta þátttöku í samfélaginu, sem getur leitt til einmanaleika og depurðar en leita sér kannski ekki hjálpar. Við þurfum því alltaf að vera að ávarpa vandann, segja frá bjargráðum og benda á úrræði. Í dag hvet ég þig til að horfa til ungmenna og eldra fólks í þínu nærumhverfi og hlusta eftir líðan þeirra. Með samhug, fræðslu og öflugri samfélagslegri umræðu getum við byggt upp samfélag þar sem fólk þorir að leita sér hjálpar og finnur að líf þeirra skiptir máli. Á degi sem þessum erum við minnt á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað – ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verki. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun