Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar 10. september 2025 12:30 Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vindorka Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sumarið ´95 fór ég nokkar vikulangar hestaferðir yfir hálendi Íslands með útlendinga. Ekkert ferðalag stendur sterkara í minningunni. Eitt atvik hefur æ síðan fylgt mér. Opnaði augu mín fyrir stærsta fjársjóði okkar - en jafnframt þeim viðkvæmasta. Víðernum Íslands. Ég var ráðinn vegna þýskukunnáttu minnar sem þó var lítil. Tvær þýskar vinkonur, rúmlega fimmtugar, voru með í för. Á degi 1 riðum við upp Mælifellsdal inn á Eyvindastaðaheiði. Ég sagði frá Sturlungum og jarðfræði. Þær voru áhugasamar og spurðu margs til baka. Á degi 2 virtust þær þreyttar. Á degi 3 - mitt inni á hálendinu - voru viðbrögð nánast engin. Ég var viss um að ég hefði óvart sagt eitthvað óviðeigandi á minni fábrotnu þýsku. Reið upp að annarri þeirra og spurði beint út “getur verið að ég hafi móðgað þig?” Hún hváði og spurði af hverju ég héldi það. Ég útskýrði málið. Hún var hissa en brosti svo og sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera. “Þú ert fínn. (Þögn. Leitar að orðum.) Þetta er bara þriðji dagurinn sem ég sit á þessum stórkostlegu hestum í gegnum náttúru sem verður sífellt magnaðri. (Þögn. Klökknar.) Ég get ekki talað.” Hún vildi útskýra og hélt áfram: “Ég býst ekki við að þú skiljir það, þú ert svo ungur. Ég er hálfnuð með mitt líf og nú sækja að mér alls kyns spurningar sem ég hef haldið frá mér. Af hverju fluttirðu til Bonn? Þú hefur alltaf hatað Bonn. Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi sem þú ert löngu búin að fá leið á? Af hverju býrðu í svona stóru húsi…?” Verandi ungur brosti ég bara til baka og reið áfram. Þær þýsku fengu fljótt málið aftur og blik í auga sem þau ein fá sem hafa leyft sér að verða bergnumin af víðernum Íslands. Æ síðan hafa þau verið mér helgidómur. Þetta er loforð þeirra til þín: Sama hvað áhyggjur þínar eru þungar, farir þú með hægð inn í ósnortin víðerni landsins, muntu aðeins koma með brot af þeim til baka. Hafir þú lagt líf þitt í rangar skorður þá muntu ekki komast hjá því að heyra þína innri rödd. Þú munt vita hvað er satt og rétt fyrir þig. Fátt er dýrmætara en það. Þennan helgidóm átt þú en hann á líka þig. Hann er arfur þinn og það er þitt að tryggja að hann verði enn til fyrir börnin þín og barnabörn. Til að njóta og vernda. Núna á náttúra landsins fáa vini og smáa. Við erum tvístruð, upptekin í símunum, í umferðinni, í rifrildum á Facebook. Getum ekki meira. Og þá er gengið á lagið. Ramminn sem gerður var náttúrunni til varnar er brotinn. Um allt land vilja fjársterkir aðilar skera sneið af víðernunum fyrir sig sjálfa. Vindmyllugarð hér og hálendishótel þar. Þá deyja töfrarnir. Ef þú vilt vernda arfinn þinn og tryggja að börnin þín og barnabörn fái líka að njóta töfranna - setjið þið þá símana í vasann, kakó á brúsa og komið með út. Gangið í Landvernd, Ferðafélag Íslands, Útivist eða aðra hópa sem eru að njóta náttúrunnar í sátt við hana. Þið getið varla gefið börnunum ykkar og ykkur sjálfum betri gjöf. Höfuðborgarbúar og nærsveitafólk á dásamlegt útivistarsvæði í Henglinum. Akirðu í 20 mínútur frá borginni upp Nesjavallaleið, geturðu gengið heilan dag um stórbrotna og lítt snortna náttúru. Orðið bergnumin. Upplifað helgidóm víðernanna. Heyrt þína innri rödd. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er aftur komið 2007. Það á að reisa vindmyllugarð á flatlendinu austan við Hengilinn. https://www.orkuveitan.is/vindorkukostur-vid-dyraveg/ Á morgun, fimmtudag kl 17 ætlar hópur að ganga upp að nýreistu mastri sem Orkuveitan hefur reist sem fyrsta skref í átt að þessum vindmyllugarði. Komdu með. Stattu vörð um rétt þinn til að verða bergnuminn af náttúru Íslands. https://fb.me/e/2jQmxurw76 Höfundur er MSc í hagfræði, pabbi og afi og vinur víðerna Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar