Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. september 2025 21:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pontu. Vísir/Anton Brink Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur feli sig á bak við þá afsökun að síðasta ríkisstjórn hafi staðið sig svo illa að taka þurfi til. Hann tekur þó undir að síðasta ríkisstjórn sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar mynduðu, hafi ekki staðið sig vel. „Við vitum allt um hversu hræðileg síðasta ríkisstjórn var. Ég varaði við því í sjö ár. Hún eyddi stórkostlega um efni fram, missti tökin á útlendingamálum að því marki að úr var heimsmet. Hún elti fullkominn galskap í rétttrúnaðinum, meðal annars í loftslagsrefsingum, og áformaði að setja alla landsmenn á námskeið um hvernig þeir ættu að tjá sig og hugsa,“ sagði hann. „En ef nýja ríkisstjórnin ætlar að afsaka sig með því hversu slæm síðasta ríkisstjórn hafi verið, af hverju gerir hún þá ekki betur? Hvers vegna heldur hún þvert á móti áfram að bæta í vitleysuna að toppa stjórnina sem hún segist vera að taka til eftir?“ Hann segir helsta mun á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og fyrri vinstri stjórnum að á meðan fyrri stjórnir þráðu það að ná völdum óháð kosningaloforðum líti núverandi stjórn á sig sem fædd til að ráða. „Þess vegna er ekki bara litið fram hjá kosningaloforðum heldur líka lýðræðishefðum, siðum, reglum og lögum við stjórn landsins. Forsætisráðherra talaði hér áðan eins og verkstjóri sem liti á þingmenn sem starfsmenn við færibandið í verksmiðjunni sem þurfa að standa sig betur við að afgreiða það sem kemur úr vélunum.“ Hefur samúð með forsætisráðherra Sigmundur segir stór mál óleyst og taka þurfi á þeim. Hann segir að Kristrún þurfi bæði að leysa mál sem hana langi til að gera og það sem þurfi að gera og segist hafa samúð með henni að þurfa velja og hafna. „Það hlýtur að vera erfitt að vera í ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn telur að kjörtímabilið snúist ekki um annað en að koma Íslandi í Evrópusambandið með góðu eða illu og hinn flokkurinn þarf að vera undir stöðugu innanhússeftirliti,“ segir Sigmundur. Samúð endist þó ekki lengi þar sem hann fór einnig hörðum orðum um Samfylkinguna, flokk Kristrúnar. „Kristrún Frostadóttir segist hafa breytt Samfylkingunni, en hún sagði það bara. Það er rauður þráður hjá þessari ríkisstjórn að segja eitt en svo er raunin önnur. Svona er þetta líka varðandi ríkisfjármálin og báknið. Það er ekki nóg að segja hlutina.“ Hann tekur sem dæmi ítrekaðar yfirlýsingar hans um að hann ætli sér að grennast en það skilaði engum árangri fyrr en hann fór að borða minna og nýta hitaeiningarnar betur. „Það er ekki það sama, orð og efndir.“ Sigmundur segir að nú er ætlast til að stjórnarandstaðan hagi sér vel og hlýði stjórninni. „Miðflokkurinn mun ekki hlýða. Við munum styðja öll framfaramál en um leið veigrum okkur ekki við að veita harða andspyrnu þegar stjórnin fer út af sporinu. Þegar fullveldi og framtíð landsins er undir munum við hverjir hopa. “ Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur feli sig á bak við þá afsökun að síðasta ríkisstjórn hafi staðið sig svo illa að taka þurfi til. Hann tekur þó undir að síðasta ríkisstjórn sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar mynduðu, hafi ekki staðið sig vel. „Við vitum allt um hversu hræðileg síðasta ríkisstjórn var. Ég varaði við því í sjö ár. Hún eyddi stórkostlega um efni fram, missti tökin á útlendingamálum að því marki að úr var heimsmet. Hún elti fullkominn galskap í rétttrúnaðinum, meðal annars í loftslagsrefsingum, og áformaði að setja alla landsmenn á námskeið um hvernig þeir ættu að tjá sig og hugsa,“ sagði hann. „En ef nýja ríkisstjórnin ætlar að afsaka sig með því hversu slæm síðasta ríkisstjórn hafi verið, af hverju gerir hún þá ekki betur? Hvers vegna heldur hún þvert á móti áfram að bæta í vitleysuna að toppa stjórnina sem hún segist vera að taka til eftir?“ Hann segir helsta mun á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og fyrri vinstri stjórnum að á meðan fyrri stjórnir þráðu það að ná völdum óháð kosningaloforðum líti núverandi stjórn á sig sem fædd til að ráða. „Þess vegna er ekki bara litið fram hjá kosningaloforðum heldur líka lýðræðishefðum, siðum, reglum og lögum við stjórn landsins. Forsætisráðherra talaði hér áðan eins og verkstjóri sem liti á þingmenn sem starfsmenn við færibandið í verksmiðjunni sem þurfa að standa sig betur við að afgreiða það sem kemur úr vélunum.“ Hefur samúð með forsætisráðherra Sigmundur segir stór mál óleyst og taka þurfi á þeim. Hann segir að Kristrún þurfi bæði að leysa mál sem hana langi til að gera og það sem þurfi að gera og segist hafa samúð með henni að þurfa velja og hafna. „Það hlýtur að vera erfitt að vera í ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn telur að kjörtímabilið snúist ekki um annað en að koma Íslandi í Evrópusambandið með góðu eða illu og hinn flokkurinn þarf að vera undir stöðugu innanhússeftirliti,“ segir Sigmundur. Samúð endist þó ekki lengi þar sem hann fór einnig hörðum orðum um Samfylkinguna, flokk Kristrúnar. „Kristrún Frostadóttir segist hafa breytt Samfylkingunni, en hún sagði það bara. Það er rauður þráður hjá þessari ríkisstjórn að segja eitt en svo er raunin önnur. Svona er þetta líka varðandi ríkisfjármálin og báknið. Það er ekki nóg að segja hlutina.“ Hann tekur sem dæmi ítrekaðar yfirlýsingar hans um að hann ætli sér að grennast en það skilaði engum árangri fyrr en hann fór að borða minna og nýta hitaeiningarnar betur. „Það er ekki það sama, orð og efndir.“ Sigmundur segir að nú er ætlast til að stjórnarandstaðan hagi sér vel og hlýði stjórninni. „Miðflokkurinn mun ekki hlýða. Við munum styðja öll framfaramál en um leið veigrum okkur ekki við að veita harða andspyrnu þegar stjórnin fer út af sporinu. Þegar fullveldi og framtíð landsins er undir munum við hverjir hopa. “
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira