Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar 11. september 2025 07:31 Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun