Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:11 Eftir fjögurra ára vaxtarskeið frá 2021 er samdráttur hafinn í byggingariðnaði samkvæmt greiningu SI. Vísir/Anton Brink Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Samdrátturinn felst meðal annars í fækkun starfa, minni innflutningi byggingarefna og fjöldi íbúða í byggingu er að dragast saman. Efnahagsáhætta og bein áhrif á hagvöxt „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3% á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir meðal annars í skýrslu SI um efnið sem birtist í dag. Um sé að ræða eina af undirstöðugreinum íslensks efnahagslífs, sem hafi töluvert vægi á verðmætasköpun sem og á vinnumarkaði, bæði með beinum og óbeinum hætti. Velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð nam um 660 milljörðum í fyrra sem jafngildir rúmlega 9% af heildarveltu í hagkerfinu. Sé þetta borið saman við veltuna á fyrri hluta þessa árs má merkja sem nemur 2% samdrætti að raunvirði á sama tímabili í fyrra. Úr skýrslu SI um samdrátt í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins „Þetta er í fyrsta sinn síðan 2021 sem samdráttur mælist í veltu greinarinnar, en á sama tíma í fyrra jókst veltan um 8%,“ segir í skýrslunni. Athygli vekur einnig að samdrátturinn reynist mestur í þeim hluta greinarinnar sem snýr að byggingu húsnæðis, bæði íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Þá hefur störfum í greininni fækkað nokkuð. Alls hafi starfað rúmlega tuttugu þúsund einstaklingar í greininni í júlí á þessu ári, sem jafnframt nemur um 9% af heildarvinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Starfandi í greininni hefur einnig fækkað í fyrsta sinn frá árinu 2021 en fækkun starfa mælist 1% á milli ára sé horft til júlímánaðar á þessu ári og í fyrra. Gröfin sýna þróunina hvað lýtur að fjölda starfandi í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins Greiningin varpar einnig ljósi á samdrátt í innflutningi byggingarefna. „Samdrátturinn í magni á innfluttu timbri nam 34% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs frá sama tíma í fyrra. Í krossviði var samdrátturinn minni, eða 23%, og í spóna- og byggingarplötum var hann rúmlega 10%,“ segir meðal annars um þetta efni í skýrlsunni. „Umtalsverður“ samdráttur í uppbyggingu íbúða Þá sýnir grafið hér að neðan glögglega hvernig fjöldi íbúða í byggingu virðist vera að dragast saman samkvæmt úttektinni. Þróunin getur skapað efnahagslegan vítahring að mati SI.Samtök iðnaðarins „Samkvæmt mælaborði HMS eru nú rúmlega 5.500 íbúðir í byggingu, en þær voru um 6.200 í júní síðastliðinn. Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru þær tæplega 8.800 í mars 2023 en komnar niður í 7.200 í mars síðastliðinn. Ný talning HMS fyrir september verður kynnt nú í lok september en vænta má að þær tölur sýni áframhaldandi samdrátt,“ segir til að mynda í skýrslunni. Samhliða þessu hafi dregið úr fjölda nýrra íbúða sem komið hafa inn á markaðinn, en samkvæmt könnun sem samtökin gerðu í sumar má vænta þess að 17 % samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Háir vextir og lóðaskortur meðal sökudólga Í niðurlagi skýrslunnar er gerð grein fyrir líklegum ástæðum samdráttarins sem reifaður hefur verið hér að ofan. Hann megi meðal annars rekja til hárra stýrivaxta sem hafi bæði áhrif á íbúðakaupendur og fjármögnun íbúðauppbyggingar hjá greininni. Þar að auki sé byggingarkostnaður hár auk þess sem „seinagangur í skipulagsmálum sveitarfélaga“ hjálpi ekki til. Þá hafi lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna haft þau áhrif að dregið hafi úr uppbyggingu íbúða að því er segir í skýrslu SI. Í ofanálag bætist síðan „flókin og íþyngjandi byggingarreglugerð.“ „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu verði og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum,“ segir að lokum í skýrslunni. Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Samdrátturinn felst meðal annars í fækkun starfa, minni innflutningi byggingarefna og fjöldi íbúða í byggingu er að dragast saman. Efnahagsáhætta og bein áhrif á hagvöxt „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3% á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir meðal annars í skýrslu SI um efnið sem birtist í dag. Um sé að ræða eina af undirstöðugreinum íslensks efnahagslífs, sem hafi töluvert vægi á verðmætasköpun sem og á vinnumarkaði, bæði með beinum og óbeinum hætti. Velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð nam um 660 milljörðum í fyrra sem jafngildir rúmlega 9% af heildarveltu í hagkerfinu. Sé þetta borið saman við veltuna á fyrri hluta þessa árs má merkja sem nemur 2% samdrætti að raunvirði á sama tímabili í fyrra. Úr skýrslu SI um samdrátt í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins „Þetta er í fyrsta sinn síðan 2021 sem samdráttur mælist í veltu greinarinnar, en á sama tíma í fyrra jókst veltan um 8%,“ segir í skýrslunni. Athygli vekur einnig að samdrátturinn reynist mestur í þeim hluta greinarinnar sem snýr að byggingu húsnæðis, bæði íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Þá hefur störfum í greininni fækkað nokkuð. Alls hafi starfað rúmlega tuttugu þúsund einstaklingar í greininni í júlí á þessu ári, sem jafnframt nemur um 9% af heildarvinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Starfandi í greininni hefur einnig fækkað í fyrsta sinn frá árinu 2021 en fækkun starfa mælist 1% á milli ára sé horft til júlímánaðar á þessu ári og í fyrra. Gröfin sýna þróunina hvað lýtur að fjölda starfandi í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins Greiningin varpar einnig ljósi á samdrátt í innflutningi byggingarefna. „Samdrátturinn í magni á innfluttu timbri nam 34% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs frá sama tíma í fyrra. Í krossviði var samdrátturinn minni, eða 23%, og í spóna- og byggingarplötum var hann rúmlega 10%,“ segir meðal annars um þetta efni í skýrlsunni. „Umtalsverður“ samdráttur í uppbyggingu íbúða Þá sýnir grafið hér að neðan glögglega hvernig fjöldi íbúða í byggingu virðist vera að dragast saman samkvæmt úttektinni. Þróunin getur skapað efnahagslegan vítahring að mati SI.Samtök iðnaðarins „Samkvæmt mælaborði HMS eru nú rúmlega 5.500 íbúðir í byggingu, en þær voru um 6.200 í júní síðastliðinn. Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru þær tæplega 8.800 í mars 2023 en komnar niður í 7.200 í mars síðastliðinn. Ný talning HMS fyrir september verður kynnt nú í lok september en vænta má að þær tölur sýni áframhaldandi samdrátt,“ segir til að mynda í skýrslunni. Samhliða þessu hafi dregið úr fjölda nýrra íbúða sem komið hafa inn á markaðinn, en samkvæmt könnun sem samtökin gerðu í sumar má vænta þess að 17 % samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Háir vextir og lóðaskortur meðal sökudólga Í niðurlagi skýrslunnar er gerð grein fyrir líklegum ástæðum samdráttarins sem reifaður hefur verið hér að ofan. Hann megi meðal annars rekja til hárra stýrivaxta sem hafi bæði áhrif á íbúðakaupendur og fjármögnun íbúðauppbyggingar hjá greininni. Þar að auki sé byggingarkostnaður hár auk þess sem „seinagangur í skipulagsmálum sveitarfélaga“ hjálpi ekki til. Þá hafi lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna haft þau áhrif að dregið hafi úr uppbyggingu íbúða að því er segir í skýrslu SI. Í ofanálag bætist síðan „flókin og íþyngjandi byggingarreglugerð.“ „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu verði og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum,“ segir að lokum í skýrslunni.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira