Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 08:31 Adrien Rabiot hefur spilað með bæði PSG og Marseille og fékk að heyra hávært baul í Frakklandi í fyrradag. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025 Ítalski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025
Ítalski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira