„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2025 12:03 Viktir Jónsson er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins. Vísir/Diego „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.
ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira