Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar 12. september 2025 07:32 Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun