Enski boltinn

Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dr. Football blæs til sóknar á morgun.
Dr. Football blæs til sóknar á morgun.

Nóg verður um að vera í fótboltanum á morgun og strákarnir í Doc Zone verða með puttann á púlsinum. Fylgst verður með fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni og lokaumferðinni í Lengjudeild karla.

Doc Zone hefur notið mikilla vinsælda en á laugardögum fer Hjörvar Hafliðason yfir það helsta sem gerist í leikjum sem hefjast um miðjan daginn.

Gestir þáttarins á morgun verða ekki af verri endanum en Sólmundur Hólm, Hrafnkell Freyr Ágústsson, Andri Már Eggertsson og Hjálmar Örn Jóhannsson verða doktornum til halds og trausts.

Doc Zone hefst klukkan 13:40 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.

Fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni hefjast klukkan 14:00 og á sama tíma hefjast allir sex leikirnir í lokaumferð Lengjudeildar karla. Spennan þar er mikil en tíu af tólf liðum deildarinnar hafa að einhverju að keppa og allir leikirnir skipta máli.

Einnig verður fylgst með úrvalsdeildunum í Þýskalandi og á Spáni sem og lokaumferðinni í 2. deildinni. Þar verður barist á toppi og botni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×