Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2025 13:26 Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins óskar eftir því að stjórnvöld reiði fram það fjármagn sem þurfi til að halda starfseminni opinni allt árið um kring. Vísir/aðsend Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins. Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins.
Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35