Fótbolti

Brynjólfur leik­maður mánaðarins í Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmaður mánaðarins í Hollandi.
Leikmaður mánaðarins í Hollandi. Eredivisie

Framherjinn Brynjólfur Andersen Willumsson hefur byrjað tímabilið í efstu deild Hollands frábærlega. Var landsliðsmaðurinn valinn besti leikmaður deildarinnar í ágústmánuði.

Brynjólfur leikur með Groningen sem er með sex stig að loknum fjórum leikjum. Í leikjunum fjórum hefur liðið skorað samtals níu mörk, þar af hefur íslenski landsliðsframherjinn skorað fimm.

Hinn 25 ára gamli Brynjólfur er á sínu öðru ári í Hollandi eftir að hafa leikið með Kristiansund í Noregi þar áður. Hann hefur nú þegar skorað fleiri mörk en á öllu síðasta tímabili.

Arnar Gunnlaugsson verðlaunaði framherjann með sæti í landsliðshópi Íslands sem mætti Aserbaísjan og Frakklandi. Brynjólfur kom inn af bekknum í 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan í því sem var hans þriðji A-landsleikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×