Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 11:32 Tim Van De Velde studdi við Carlos San Martin á lokaspretti 3.000 metra hindrunarhlaupsins í dag. Getty/Hannah Peters Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum er hafið í Tókýó og eitt af því sem vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdeginum var falleg stund í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Belgískur keppandi sætti sig þar við að koma síðastur í mark, til að hjálpa meiddum keppinaut. Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira