ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 19:30 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka hefur aldrei komið víni sínu lengra en í reynslusölu hjá ÁTVR. Vísir/Ívar Fannar Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu. Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu.
Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira