„Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 21:45 Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Ernir Eftir ellefu ára bið tryggði Þór Akureyri sér loksins sæti í efstu deild karla í knattspyrnu er liðið vann 1-2 sigur gegn Þrótti í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira