Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 13:40 Melissa Jefferson-Wooden fagnaði ákaft eftir magnað hlaup sitt í dag þegar hún varð heimsmeistari og setti mótsmet í 100 metra hlaupi. Getty/Oliver Weiken Jamaíka eignaðist gull- og silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag og einnig silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi kvenna. Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira