Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar 15. september 2025 09:30 Í heimsókn á Grenivík Það var eitt sinn sem ég var gestkomandi á heimili mektarhjóna á Grenivík ásamt foreldrum mínum. Ég á að hafa verið um það bil fimm ára hnokki, kotroskinn með eplakinnar. Ég man þetta óljóst en móðir mín sáluga rifjaði nokkuð reglulega upp þessa heimsókn. Þetta var dagpartur hjá læknishjónunum Árna og Kristínu. Árni var þarna fremur þögull og íhugull en Kristín aftur á móti óvenju málglöð og kunn fyrir það. Í þessari heimsókn hafði hún orðið, enda margt sem henni lá á hjarta. Viðstaddir voru ein eyru og meira að segja fimm ára snáðinn sem þó var á sama tíma upptekinn við leikfangabíl. Skyndilega hætti Kristín í miðri frásögn, því hún mundi eftir kaffinu og stóð upp til að sækja það í eldhúsið. Þegar hún var farin varð drengnum starsýnt á Árna og svo gall í honum, talaðu núna, talaðu! Þessa sögu hef ég sem sagt margsinnis heyrt og hafði ávallt jafn gaman af því að heyra móður mína segja hana því hún var frásagnarglöð eins og læknisfrúin og lét góðar sögur heldur sjaldnast líða fyrir sannleikann. Gæðahringur Þessi frásögn sækir ósjaldan á mig þegar umræðuhefðin í samfélaginu okkar ber á góma. Þar er ég ekki endilega að velta fyrir mér læknisfrúnni sem hafði gjarnan orðið eða viðstöddum gestum forðum sem nutu þess að hlusta eða hugsa á meðan. Nei, það er jafnvel meira barnið og hvatning þess sem hafði augljóslega fylgst grannt með og beðið eftir því að einhver annar segði eitthvað og kæmist að. Ég hef líka oftsinnis hugsað um þetta núna sem fullorðin manneskja innan um fólk í margvíslegum aðstæðum. Stundum hefur aðeins einn í hópnum orðið, aðrir bara hlusta, komast jafnvel ekki að þó þeim búi margt í brjósti. Og þá koma sömu orðin allt að því fram á varir, talaðu núna, talaðu! Það er nefnilega svo ótrúlega mikilvægt að ná fram hugðarefnum og skoðunum sem flestra. Við þekkjum mörg hina svokölluðu gæðahringi. Þeir nýtast vel. Þegar þú heldur á boltanum þá veistu að þú hefur orðið. Afskaplega dýrmætir hringir með traustum stjórnanda, þú hvílir í því að tala meðan þú heldur á boltanum en hlustar annars. Margar skynsamar skoðanir og hugmyndir verða nefnilega útundan í háværum orðaflaumi þeirra sem halda fast um míkrófóninn. Aðferð gæðahringsins hefði vafalaust nýst ágætlega um daginn í Kastljósþættinum umrædda og títtnefnda með þeim Þorbjörgu og Snorra. Liðin En ég ætla ekki að velta mér frekar upp úr því tiltekna viðtali, nóg er nú samt, heldur þeirri staðreynd að nú er fólki svo í mun að koma sínu að, að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að verja sitt að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að vera til hægri eða vera til vinstri að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að minna á að það sé hvorki til hægri né vinstri eða í nokkru liði yfir höfuð að það gleymir alveg að hlusta. Það er vandlifað. En það ríkir óþol vegna þessarar liðakeppni og ófá telja sig þurfa að koma málstað sinna liða á framfæri með afgerandi hætti svo þau verði ekki undir og umræðan litast af því. Tala nú ekki um þegar við höfum verið sett í ákveðin lið af einhverjum sem við kunnum ekki skil á einkum til þess að veikja málflutng okkar og við reynum eftir fremsta megni að sverja það allt af okkur. Það er sérkennileg staða og einhvern veginn kemur fátt út úr þessu öllu nema orðaflaumurinn og ræðukeppnin sem fjölmiðlar og fleiri miðlar nærast hvað mest á og hafa í reynd hag af að birta og bjóða fólki. Þrátt fyrir hvatningu snáðans forðum fór læknirinn ekki á neitt flug, nýtti tækifærið til að hlusta fremur á þögnina sem myndaðist og jafnvel orðin sem frúin skildi eftir í henni. Það er sömuleiðis gott að hlusta á þögnina því í henni fáum við oft snjallar hugmyndir. En svo megum við vita að þó við teljum okkur vera í ákveðnum liðum, eða barasta alls ekki, þá megum við segja það sem okkur finnst, en látum vera að meiða fólk eða grafa undan tilvistargrundvelli þess. Það veit ég að frásagnarstundin í læknishúsinu gekk síst út á það og hafði síst nokkuð með það að gera. Að standa með fólki Að endingu. Ég er einkum í liði Jesú og hef gert það að ævistarfi mínu að þjóna honum og fjalla um málefni líðandi stundar út frá þeirri sýn sem hann færir mér. Það er merkilega gefandi og kraftaverki líkast að sjá þá sýn virka og raungerast í misjöfnum aðstæðum fólks í gleði jafnt sem sorg. Ég hef fengið að lifa það og reyna í tæpan aldarfjórðung sem prestur. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem stendur í pólitískri eldlínu, tala nú ekki um á ólgutímum sem þessum sem við lifum nú. En ég hef sjálfur aldrei viljað binda mig við einhvern einn stjórnmálaflokk fremur en annan þó ég gleymi því aldrei að nýta minn lýðræðislega rétt til að kjósa. Ég vil hins vegar geta prédikað Orðið og fagnaðarerindi Krists án þess að búið sé að merkja varir mínar þá þegar hægri eða vinstri eða með einhverjum öðrum merkimiðum sem draga í dilka. Samfélagsmálin má víst ræða út frá margvíslegum öðrum hliðum en hægri og vinstri t.d. þeirri staðreynd að þú standir með lífinu, þú standir með fólki og tilvistargrunvelli þess, þú standir með þeim jaðarsettu, þú standir með þeim sem ekki hafa rödd, sem líða undan valdsmennsku, hervæðingu, stríði og ofbeldi, þú standir með mannréttindum, hjálparstarfi, þeim sem upplifa sig á annan hátt en aðrir í eigin líkama og umhverfi, og þú auðsýnir kærleika því á því græða allir en seint á grimmd og hatri. Það er segin saga. Þetta snýst einkum og sér í lagi um sjálfsvirðingu þína og þar af leiðandi virðingu fyrir öðru fólki. Það er mergur máls og það er líka það sem skiptir máli þegar upp er staðið, þegar hismið verður greint frá kjarnanum, og það upplifum við alveg sérstaklega þegar við stöndum sjálf berskjölduð og vanmáttug frammi fyrir lífinu og leyndardómum þess. Höfundur er manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í heimsókn á Grenivík Það var eitt sinn sem ég var gestkomandi á heimili mektarhjóna á Grenivík ásamt foreldrum mínum. Ég á að hafa verið um það bil fimm ára hnokki, kotroskinn með eplakinnar. Ég man þetta óljóst en móðir mín sáluga rifjaði nokkuð reglulega upp þessa heimsókn. Þetta var dagpartur hjá læknishjónunum Árna og Kristínu. Árni var þarna fremur þögull og íhugull en Kristín aftur á móti óvenju málglöð og kunn fyrir það. Í þessari heimsókn hafði hún orðið, enda margt sem henni lá á hjarta. Viðstaddir voru ein eyru og meira að segja fimm ára snáðinn sem þó var á sama tíma upptekinn við leikfangabíl. Skyndilega hætti Kristín í miðri frásögn, því hún mundi eftir kaffinu og stóð upp til að sækja það í eldhúsið. Þegar hún var farin varð drengnum starsýnt á Árna og svo gall í honum, talaðu núna, talaðu! Þessa sögu hef ég sem sagt margsinnis heyrt og hafði ávallt jafn gaman af því að heyra móður mína segja hana því hún var frásagnarglöð eins og læknisfrúin og lét góðar sögur heldur sjaldnast líða fyrir sannleikann. Gæðahringur Þessi frásögn sækir ósjaldan á mig þegar umræðuhefðin í samfélaginu okkar ber á góma. Þar er ég ekki endilega að velta fyrir mér læknisfrúnni sem hafði gjarnan orðið eða viðstöddum gestum forðum sem nutu þess að hlusta eða hugsa á meðan. Nei, það er jafnvel meira barnið og hvatning þess sem hafði augljóslega fylgst grannt með og beðið eftir því að einhver annar segði eitthvað og kæmist að. Ég hef líka oftsinnis hugsað um þetta núna sem fullorðin manneskja innan um fólk í margvíslegum aðstæðum. Stundum hefur aðeins einn í hópnum orðið, aðrir bara hlusta, komast jafnvel ekki að þó þeim búi margt í brjósti. Og þá koma sömu orðin allt að því fram á varir, talaðu núna, talaðu! Það er nefnilega svo ótrúlega mikilvægt að ná fram hugðarefnum og skoðunum sem flestra. Við þekkjum mörg hina svokölluðu gæðahringi. Þeir nýtast vel. Þegar þú heldur á boltanum þá veistu að þú hefur orðið. Afskaplega dýrmætir hringir með traustum stjórnanda, þú hvílir í því að tala meðan þú heldur á boltanum en hlustar annars. Margar skynsamar skoðanir og hugmyndir verða nefnilega útundan í háværum orðaflaumi þeirra sem halda fast um míkrófóninn. Aðferð gæðahringsins hefði vafalaust nýst ágætlega um daginn í Kastljósþættinum umrædda og títtnefnda með þeim Þorbjörgu og Snorra. Liðin En ég ætla ekki að velta mér frekar upp úr því tiltekna viðtali, nóg er nú samt, heldur þeirri staðreynd að nú er fólki svo í mun að koma sínu að, að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að verja sitt að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að vera til hægri eða vera til vinstri að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að minna á að það sé hvorki til hægri né vinstri eða í nokkru liði yfir höfuð að það gleymir alveg að hlusta. Það er vandlifað. En það ríkir óþol vegna þessarar liðakeppni og ófá telja sig þurfa að koma málstað sinna liða á framfæri með afgerandi hætti svo þau verði ekki undir og umræðan litast af því. Tala nú ekki um þegar við höfum verið sett í ákveðin lið af einhverjum sem við kunnum ekki skil á einkum til þess að veikja málflutng okkar og við reynum eftir fremsta megni að sverja það allt af okkur. Það er sérkennileg staða og einhvern veginn kemur fátt út úr þessu öllu nema orðaflaumurinn og ræðukeppnin sem fjölmiðlar og fleiri miðlar nærast hvað mest á og hafa í reynd hag af að birta og bjóða fólki. Þrátt fyrir hvatningu snáðans forðum fór læknirinn ekki á neitt flug, nýtti tækifærið til að hlusta fremur á þögnina sem myndaðist og jafnvel orðin sem frúin skildi eftir í henni. Það er sömuleiðis gott að hlusta á þögnina því í henni fáum við oft snjallar hugmyndir. En svo megum við vita að þó við teljum okkur vera í ákveðnum liðum, eða barasta alls ekki, þá megum við segja það sem okkur finnst, en látum vera að meiða fólk eða grafa undan tilvistargrundvelli þess. Það veit ég að frásagnarstundin í læknishúsinu gekk síst út á það og hafði síst nokkuð með það að gera. Að standa með fólki Að endingu. Ég er einkum í liði Jesú og hef gert það að ævistarfi mínu að þjóna honum og fjalla um málefni líðandi stundar út frá þeirri sýn sem hann færir mér. Það er merkilega gefandi og kraftaverki líkast að sjá þá sýn virka og raungerast í misjöfnum aðstæðum fólks í gleði jafnt sem sorg. Ég hef fengið að lifa það og reyna í tæpan aldarfjórðung sem prestur. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem stendur í pólitískri eldlínu, tala nú ekki um á ólgutímum sem þessum sem við lifum nú. En ég hef sjálfur aldrei viljað binda mig við einhvern einn stjórnmálaflokk fremur en annan þó ég gleymi því aldrei að nýta minn lýðræðislega rétt til að kjósa. Ég vil hins vegar geta prédikað Orðið og fagnaðarerindi Krists án þess að búið sé að merkja varir mínar þá þegar hægri eða vinstri eða með einhverjum öðrum merkimiðum sem draga í dilka. Samfélagsmálin má víst ræða út frá margvíslegum öðrum hliðum en hægri og vinstri t.d. þeirri staðreynd að þú standir með lífinu, þú standir með fólki og tilvistargrunvelli þess, þú standir með þeim jaðarsettu, þú standir með þeim sem ekki hafa rödd, sem líða undan valdsmennsku, hervæðingu, stríði og ofbeldi, þú standir með mannréttindum, hjálparstarfi, þeim sem upplifa sig á annan hátt en aðrir í eigin líkama og umhverfi, og þú auðsýnir kærleika því á því græða allir en seint á grimmd og hatri. Það er segin saga. Þetta snýst einkum og sér í lagi um sjálfsvirðingu þína og þar af leiðandi virðingu fyrir öðru fólki. Það er mergur máls og það er líka það sem skiptir máli þegar upp er staðið, þegar hismið verður greint frá kjarnanum, og það upplifum við alveg sérstaklega þegar við stöndum sjálf berskjölduð og vanmáttug frammi fyrir lífinu og leyndardómum þess. Höfundur er manneskja.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun