30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar 15. september 2025 13:30 Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun