Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 12:15 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/ívar Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels