Fótbolti

Fyrir­liðinn ekki með Arsenal í Baska­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Arsenal huga að Martin Ødegaard eftir að hann meiddist í leiknum gegn Nottingham Forest.
Leikmenn Arsenal huga að Martin Ødegaard eftir að hann meiddist í leiknum gegn Nottingham Forest. epa/ANDY RAIN

Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, ferðaðist ekki með liðinu til Spánar þar sem það mætir Athletic Bilbao í Meistaradeild Evrópu í dag.

Ødegaard meiddist á öxl í 3-0 sigri Arsenal á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og var tekinn af velli eftir sautján mínútna leik.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að Norðmaðurinn verði ekki með liðinu í leiknum gegn Athletic Bilbao á San Mamés í dag.

Bukayo Saka er einnig frá vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af Kai Havertz, Gabriel Jesus og Ben White. William Saliba æfði hins vegar með Arsenal í gær en hann hefur glímt við meiðsli.

Arsenal komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa lent í 3. sæti í deildarkeppninni.

Leikur Athletic Bilbao og Arsenal hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay.


Tengdar fréttir

Zubimendi með tvö í frábærum sigri

Arsenal vann frábæran 3-0 sigur gegn Nottingham Forest í fyrsta leiknum eftir landsleikjahlé í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Spánverjinn Martin Zubimendi skoraði tvö markanna með afar laglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×