Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2025 08:11 Edda Hermannsdóttir hefur starfað sem samskiptastjóri Íslandsbanka síðustu ár. Lyf og heilsa Stjórn Lyf og heilsu hefur ráðið Eddu Hermannsdóttur sem forstjóra félagsins. Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.
Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira