Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra Land­marks fast­eigna­miðlunar

Atli Ísleifsson skrifar
Monika Hjálmtýsdóttir.
Monika Hjálmtýsdóttir.

Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmastjóra Landmarks fasteignamiðlunar. Hún tekur við af Andra Sigurðssyni, meðeiganda og löggiltum fasteignasala. 

Í tilkynningunni segir að Monika sé jafnframt formaður Félags fasteignasala og stjórnarformaður Fasteignaleitar ehf, sem eigi og reki stærsta fasteignavef landsins, fasteignir.is inni á Vísi.is og HomeEd sölukerfið sem flestir fasteignasalar nýti í sínum daglegu störfum. 

Monika hefur starfað sem löggiltur fasteignasali frá árinu 2012 og kennir námskeið í löggildingarnámi fasteignasala á vegum endurmenntunar Háskóla Íslands.

Á Landmark, sem stofnuð var árið 2010, starfa nú fjórtán manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×