Sport

Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó

Sindri Sverrisson skrifar
Sindri Hrafn Guðmundsson var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Sindri Hrafn Guðmundsson var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. EPA/GIAN EHRENZELLER

Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson keppti í dag á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum, í Tókýó í Japan. Hann var talsvert langt frá sínu besta í dag og þar með ekki nálægt því að komast í úrslit.

Lengsta kast Sindra var 75,56 metrar og endaði hann neðstur í fyrri kasthópnum, eða í 19. sæti. Þó að seinni hópurinn eigi enn eftir að kasta er því ljóst að Sindri kemst ekki í úrslit en þangað komast aðeins samtals tólf efstu úr báðum hópum, eða þá allir sem kasta yfir 84,50 metra.

Aðeins þrír úr fyrri hópnum tryggðu sér öruggt sæti í úrslitum með því að kasta yfir 84,50 metra. Það voru Þjóðverjinn Julian Weer með 87,21 metra kast, Dawid Wegner frá Póllandi með 85,67 metra og Neeraj Chopra frá Indlandi með 84,85 metra kast. Tólf keppendur í hópnum köstuðu yfir 80 metra.

Sindri Hrafn er margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og lengsta kast hans er 82,55 metra frá því í fyrra en í ár hefur hann kastað lengst 81,39 metra. 

Lengsta kast Sindra, 82,55 metrar, er þriðja lengsta kast íslensks karlmanns frá upphafi.

Þrátt fyrir að HM í ár hafi verið frumraun Sindra á HM fullorðinna þá hefur hann áður keppt á heimsmeistaramótum unglinga, Evrópumeistaramótum unglinga og svo var hann meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í Berlín árið 2018 og í Róm 2024.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×