„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2025 08:00 Emil Ásmundsson ásamt syni sínum. Vísir/Lýður Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið. Emil tilkynnti um ákvörðun sína í vikunni eftir að tímabili Fylkis í Lengjudeildinni lauk um helgina. Hann var talinn gríðarlega efnilegur og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild aðeins 17 ára gamall og hélt í kjölfarið til Englands í akademíu Brighton & Hove Albion. Þar byrjuðu hins vegar vandræði hans með hnémeiðsli sem áttu eftir að elta hann á röndum, allan hans feril. „Þau byrja þegar ég bý úti og er að spila með Brighton. Þá meiðist ég í hnénu og er frá í eitt og hálft ár. Það var byrjunin á þessu. Þau fylgdu í kjölfarið á árs fresti sirka. Þetta voru yfirleitt þrír til fjórir mánuðir eða meira. Það var aldrei létt tognun, það þurfti að fara í aðgerð eða gera og græja þessa hluti í hnénu,“ segir Emil. Hnén ráði því þeirri ákvörðun að hann hætti. „Heilsufar hefur spilað svolítið stóran þátt í þessu. Ég hef verið í veseni með hnén á mér. Fimmta hnéaðgerðin í byrjun sumars gerði útslagið. Það er fínt að gera þetta á þeim forsendum að geta klárað síðasta leikinn en ekki að fara út af á hækjum, niðurlútur. Ég tók þessa ákvörðun snemma sumars að þetta yrði mitt síðasta.“ Ekkert ljós án myrkurs Emil skilur sáttur við en segir óneitanlega einhverja eftirsjá fylgja svo miklum hnémeiðslum. Það var því erfitt að taka þá ákvörðun að hætta. „Já, klárlega. Þetta hefur verið stærsti hluti lífs manns síðan maður var fimm ára. Maður stefndi að því að vera fótboltamaður þegar maður yrði stór. Maður náði að lifa það að hluta en góðir hlutir taka enda,“ segir Emil. Situr það í Emil að meiðslin hafi sett svo mikinn svip á feril hans? „Auðvitað gerir það það. Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni næst eftir að hafa verið svona óheppinn. Maður getur ekki verið að dvelja lengi við þetta, þá nær maður ekki að njóta eða að setja sér það markmið að koma til baka. Maður reyndi alltaf að horfa fram veginn og hugsa jákvætt. Mér tókst að gera það með góðri hjálp liðsfélaga, þjálfara og fólksins í kringum mig,“ Emil skilur sáttur við ferilinn þó honum fylgi eðlilega einhver eftirsjá í ljósi meiðslanna.Vísir/Lýður „Eins og góðvinur minn Hrafn Tómasson sagði svo skemmtilega: Það er ekkert ljós á myrkurs. Maður þarf að upplifa dimma tíma til að geta notið líka,“ segir Emil. Leitar að góðum bumbubolta Emil skilur ekki alfarið við boltann, hann starfar sem styrktarþjálfari hjá Fylki og hyggst sprikkla með félögunum. „Ég mætti í fyrsta bumbuboltann á mánudaginn. Það tímabil er opinberlega hafið. Maður hefur verið að skoða í kringum sig, hvort maður geti komist að í góðum bumbubolta til að spila með í vetur.“ Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Emil Ásmunds gerir upp ferilinn og meiðslin Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Emil tilkynnti um ákvörðun sína í vikunni eftir að tímabili Fylkis í Lengjudeildinni lauk um helgina. Hann var talinn gríðarlega efnilegur og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild aðeins 17 ára gamall og hélt í kjölfarið til Englands í akademíu Brighton & Hove Albion. Þar byrjuðu hins vegar vandræði hans með hnémeiðsli sem áttu eftir að elta hann á röndum, allan hans feril. „Þau byrja þegar ég bý úti og er að spila með Brighton. Þá meiðist ég í hnénu og er frá í eitt og hálft ár. Það var byrjunin á þessu. Þau fylgdu í kjölfarið á árs fresti sirka. Þetta voru yfirleitt þrír til fjórir mánuðir eða meira. Það var aldrei létt tognun, það þurfti að fara í aðgerð eða gera og græja þessa hluti í hnénu,“ segir Emil. Hnén ráði því þeirri ákvörðun að hann hætti. „Heilsufar hefur spilað svolítið stóran þátt í þessu. Ég hef verið í veseni með hnén á mér. Fimmta hnéaðgerðin í byrjun sumars gerði útslagið. Það er fínt að gera þetta á þeim forsendum að geta klárað síðasta leikinn en ekki að fara út af á hækjum, niðurlútur. Ég tók þessa ákvörðun snemma sumars að þetta yrði mitt síðasta.“ Ekkert ljós án myrkurs Emil skilur sáttur við en segir óneitanlega einhverja eftirsjá fylgja svo miklum hnémeiðslum. Það var því erfitt að taka þá ákvörðun að hætta. „Já, klárlega. Þetta hefur verið stærsti hluti lífs manns síðan maður var fimm ára. Maður stefndi að því að vera fótboltamaður þegar maður yrði stór. Maður náði að lifa það að hluta en góðir hlutir taka enda,“ segir Emil. Situr það í Emil að meiðslin hafi sett svo mikinn svip á feril hans? „Auðvitað gerir það það. Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni næst eftir að hafa verið svona óheppinn. Maður getur ekki verið að dvelja lengi við þetta, þá nær maður ekki að njóta eða að setja sér það markmið að koma til baka. Maður reyndi alltaf að horfa fram veginn og hugsa jákvætt. Mér tókst að gera það með góðri hjálp liðsfélaga, þjálfara og fólksins í kringum mig,“ Emil skilur sáttur við ferilinn þó honum fylgi eðlilega einhver eftirsjá í ljósi meiðslanna.Vísir/Lýður „Eins og góðvinur minn Hrafn Tómasson sagði svo skemmtilega: Það er ekkert ljós á myrkurs. Maður þarf að upplifa dimma tíma til að geta notið líka,“ segir Emil. Leitar að góðum bumbubolta Emil skilur ekki alfarið við boltann, hann starfar sem styrktarþjálfari hjá Fylki og hyggst sprikkla með félögunum. „Ég mætti í fyrsta bumbuboltann á mánudaginn. Það tímabil er opinberlega hafið. Maður hefur verið að skoða í kringum sig, hvort maður geti komist að í góðum bumbubolta til að spila með í vetur.“ Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Emil Ásmunds gerir upp ferilinn og meiðslin
Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira