Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2025 10:50 Dauður selur rétt utanvert við Hrófberg. Hann var skotinn í höfuðið. Jón Halldórsson Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira