Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2025 13:17 Björn Bjarki Þorsteinsson er sveitarstjóri Dalabyggð og segir áhuga vera í sveitarfélaginu fyrir sameiningu. Eðlilega heyrist þó efasemdaraddir. Vísir Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,. Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,.
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira