„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 19:20 Helgi Magnús segist efast það mjög að Kourani komi ekki aftur til landsins eftir að honum verður vísað í burt. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“ Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“
Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira