Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2025 08:25 Framkvæmdasvæðið við Hafnarbraut. Krónan hyggst opna verslun að Hafnarbraut 60 á Höfn í Hornafirði árið 2026 í nýju verslunarhúsnæði. Stefnt er að opnun verslunarinnar, sem verður um 1500 fermetrar að stærð, fyrir næsta sumar eða í síðasta lagi um haustið. Þetta kemur fram í tilkynningu, en um verður að ræða 27. verslun Krónunnar og sú tíunda á landsbyggðinni. Fram kemur að markmið Krónunnar með nýrri verslun á Höfn sé að veita íbúum og gestum á svæðinu enn betri þjónustu og aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali á sem allra hagstæðasta verði. Þegar fram líða stundir verði einnig boðið upp á heimsendingaþjónustu innanbæjar og til nærliggjandi sveita. „Okkur hjá Krónunni er sérstaklega kært að tryggja að landsmenn njóti sama úrvals á sama verði, óháð búsetu, hvort sem það er í gegnum Snjallverslun Krónunnar eða í hefðbundinni verslun. Með því að opna á Höfn gerum við íbúum kleift að fá þetta aðgengi og styrkjum um leið þjónustu okkar á landsbyggðinni. Við erum líka stolt af því að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á Höfn og hlökkum til að leggja samfélaginu lið, meðal annars með því að skapa störf, auka fjölbreytni í vöruúrvali og bæta þjónustuna innan sveitarfélagsins,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá er haft eftir Sigurjóni Andréssyni bæjarstjóra að það sé mikið gleðiefni að fá Krónuna inn í samfélagið. „Ný verslun eykur fjölbreytni og tryggir samkeppni á matvörumarkaði, sem skiptir miklu fyrir íbúa og gesti. Verslunin rís við íbúðabyggðina þar sem ekið er inn í bæinn og verður norðan við nýtt og glæsilegt 200 íbúða hverfi sem tekur á sig mynd á næstu árum. Þetta er til marks um mikla uppbyggingu um allan Hornafjörð, bæði í dreifbýlinu og í þéttbýlinu hér á Höfn – og þann mikla kraft sem samfélagið býr yfir,“ segir Sigurjón. Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri verslun. Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu, en um verður að ræða 27. verslun Krónunnar og sú tíunda á landsbyggðinni. Fram kemur að markmið Krónunnar með nýrri verslun á Höfn sé að veita íbúum og gestum á svæðinu enn betri þjónustu og aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali á sem allra hagstæðasta verði. Þegar fram líða stundir verði einnig boðið upp á heimsendingaþjónustu innanbæjar og til nærliggjandi sveita. „Okkur hjá Krónunni er sérstaklega kært að tryggja að landsmenn njóti sama úrvals á sama verði, óháð búsetu, hvort sem það er í gegnum Snjallverslun Krónunnar eða í hefðbundinni verslun. Með því að opna á Höfn gerum við íbúum kleift að fá þetta aðgengi og styrkjum um leið þjónustu okkar á landsbyggðinni. Við erum líka stolt af því að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á Höfn og hlökkum til að leggja samfélaginu lið, meðal annars með því að skapa störf, auka fjölbreytni í vöruúrvali og bæta þjónustuna innan sveitarfélagsins,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þá er haft eftir Sigurjóni Andréssyni bæjarstjóra að það sé mikið gleðiefni að fá Krónuna inn í samfélagið. „Ný verslun eykur fjölbreytni og tryggir samkeppni á matvörumarkaði, sem skiptir miklu fyrir íbúa og gesti. Verslunin rís við íbúðabyggðina þar sem ekið er inn í bæinn og verður norðan við nýtt og glæsilegt 200 íbúða hverfi sem tekur á sig mynd á næstu árum. Þetta er til marks um mikla uppbyggingu um allan Hornafjörð, bæði í dreifbýlinu og í þéttbýlinu hér á Höfn – og þann mikla kraft sem samfélagið býr yfir,“ segir Sigurjón. Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri verslun.
Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Matvöruverslun Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira