Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar 19. september 2025 10:46 Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar