Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 16:20 Guðjón Hreinn Hauksson og Anton Már Gylfason. Samsett Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, greindi á dögunum frá áformum um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að setja upp fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla til að létta undir með stjórnendum skólanna og veita þeim aukna þjónustu. Á miðvikudag voru Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, boðaðir á kynningarfund menntamálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Þeir sóttu einnig fund í ráðuneytinu í morgun þar sem þeim gafst tækifæri til að spyrja nánar út í áformin. „Hugmyndin er ekki mikið mótuð þó að hún sé nokkuð skýr í sjálfu sér. Það er bara þannig að við erum hugsi yfir því hvaða áhrif hún komi til með að hafa á okkur félagsfólk, þessi breyting,“ segir Anton Már. Hann telur hlutverk svæðisskrifstofanna enn óljóst, hvort ætlunin sé að þær taki við verkefnum sem starfsmenn skólanna hafa sinnt hingað til og fækka stöðugildum innan veggja skólans eða hvort um sé að ræða stofnun sem eigi að styðja við störf þeirra. Það séu tvær ólíkar sviðsmyndir og segir Anton Már mikilvægt að ekki sé verið að fara í breytingarnar bara til að „spara nokkrar krónur og aura“ heldur til að auka þjónustu og gæði skólastarfs. „Það er stærsta spurningin í okkar huga, hvaða áhrif hefur þetta á dagleg störf kennara og svo framvegis. Við erum að reyna átta okkur á því og vonumst eftir því að eiga gott samstarf við ráðuneytið um hvað felst í þessum hugmyndum annað en það sem er sett þarna fram,“ segir Anton Már. „Það má fylgja sögunni að við væntum þess að eiga í samtali um þetta við ráðuneytið og það fólk sem kemur til með að vera lykilfólk í þessari framkvæmd.“ Telur verkefnið spennandi Guðjón Hreinn segir fregnir ráðherrans hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svo skiljanlega hafi þær komið fólki úr ójafnvægi. Hann er samt sem áður vongóður um að breytingarnar verði til góða fyrir félagsmenn hans en um sé að ræða langtímaverkefni. „Þetta er það nýtt að maður veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður og hugmyndin er ekki endanleg. Hún mun mótast í samtali, það sem við viljum vera viss um er að framhaldsskólastigið fái aukið vægi og aukinn styrk,“ segir Guðjón. „Von okkar er að þetta hafi góð áhrif en vissulega erum við í þessu samtali til að gæta þeirra hagsmuna og til þess að styrkja kerfið en ekki ógna því.“ Guðjón telur verkefnið vera heilt yfir spennandi og líst vel á að framhaldsskólastigið verði tekið fyrir. Það samsvarar hugmyndum Antons Más sem segist alltaf fagna því þegar framhaldsskólakerfið fái pláss í umræðunni. Einungis hugmyndir uppi um staðsetningu skrifstofanna Í tilkynningu ráðherra segir að svæðisskrifstofurnar, sem verði á bilinu fjórar til sex, verði í nærumhverfi allra framhaldsskóla á landinu. Alls eru 27 framhaldsskólar víðs vegar um landið svo það verður án efa samtal um mögulegar staðsetningar skrifstofanna svo þær nýtist sem best. Anton Már segir að á kynningarfundi ráðherra hafi verið settar fram hugmyndir um hvar staðsetja eigi skrifstofurnar en aðeins sé um að ræða hugmyndir. „Það var skýrt tekið fram um að þetta væru fyrstu hugmyndir og dæmi um hvar þær gætu hugsanlega verið,“ segir hann. Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, greindi á dögunum frá áformum um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að setja upp fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla til að létta undir með stjórnendum skólanna og veita þeim aukna þjónustu. Á miðvikudag voru Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, boðaðir á kynningarfund menntamálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Þeir sóttu einnig fund í ráðuneytinu í morgun þar sem þeim gafst tækifæri til að spyrja nánar út í áformin. „Hugmyndin er ekki mikið mótuð þó að hún sé nokkuð skýr í sjálfu sér. Það er bara þannig að við erum hugsi yfir því hvaða áhrif hún komi til með að hafa á okkur félagsfólk, þessi breyting,“ segir Anton Már. Hann telur hlutverk svæðisskrifstofanna enn óljóst, hvort ætlunin sé að þær taki við verkefnum sem starfsmenn skólanna hafa sinnt hingað til og fækka stöðugildum innan veggja skólans eða hvort um sé að ræða stofnun sem eigi að styðja við störf þeirra. Það séu tvær ólíkar sviðsmyndir og segir Anton Már mikilvægt að ekki sé verið að fara í breytingarnar bara til að „spara nokkrar krónur og aura“ heldur til að auka þjónustu og gæði skólastarfs. „Það er stærsta spurningin í okkar huga, hvaða áhrif hefur þetta á dagleg störf kennara og svo framvegis. Við erum að reyna átta okkur á því og vonumst eftir því að eiga gott samstarf við ráðuneytið um hvað felst í þessum hugmyndum annað en það sem er sett þarna fram,“ segir Anton Már. „Það má fylgja sögunni að við væntum þess að eiga í samtali um þetta við ráðuneytið og það fólk sem kemur til með að vera lykilfólk í þessari framkvæmd.“ Telur verkefnið spennandi Guðjón Hreinn segir fregnir ráðherrans hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svo skiljanlega hafi þær komið fólki úr ójafnvægi. Hann er samt sem áður vongóður um að breytingarnar verði til góða fyrir félagsmenn hans en um sé að ræða langtímaverkefni. „Þetta er það nýtt að maður veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður og hugmyndin er ekki endanleg. Hún mun mótast í samtali, það sem við viljum vera viss um er að framhaldsskólastigið fái aukið vægi og aukinn styrk,“ segir Guðjón. „Von okkar er að þetta hafi góð áhrif en vissulega erum við í þessu samtali til að gæta þeirra hagsmuna og til þess að styrkja kerfið en ekki ógna því.“ Guðjón telur verkefnið vera heilt yfir spennandi og líst vel á að framhaldsskólastigið verði tekið fyrir. Það samsvarar hugmyndum Antons Más sem segist alltaf fagna því þegar framhaldsskólakerfið fái pláss í umræðunni. Einungis hugmyndir uppi um staðsetningu skrifstofanna Í tilkynningu ráðherra segir að svæðisskrifstofurnar, sem verði á bilinu fjórar til sex, verði í nærumhverfi allra framhaldsskóla á landinu. Alls eru 27 framhaldsskólar víðs vegar um landið svo það verður án efa samtal um mögulegar staðsetningar skrifstofanna svo þær nýtist sem best. Anton Már segir að á kynningarfundi ráðherra hafi verið settar fram hugmyndir um hvar staðsetja eigi skrifstofurnar en aðeins sé um að ræða hugmyndir. „Það var skýrt tekið fram um að þetta væru fyrstu hugmyndir og dæmi um hvar þær gætu hugsanlega verið,“ segir hann.
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira