Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir, Katrín Björg Þórisdóttir, Þorbjörg Ída Ívarsdóttir og Yvonne Höller skrifa 19. september 2025 14:48 Þann 16. september birti sérfræðinganefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna tímamótaskýrslu um þjóðarmorð Ísraels í Palestínu. Niðurstöður skýrslunnar eru algjörlega afgerandi og ljóst að ekkert ríki heims getur nú vikist undan ábyrgð. Ákall almennings um raunverulegar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorðið hefur aldrei verið sterkara. Það kom skýrt fram á fjöldafundunum sem haldnir voru út um allt land 6. september s.l. undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði en talið er að þá hafi 8-9000 manns komið saman. Samstaða sem þessi skapar þrýsting á stjórnvöld að grípa til aðgerða, en það er þó fleira sem við almenningur getum gert til að sýna Palestínu stuðning. Við getum gengið til liðs við sniðgönguhreyfinguna, sem er alþjóðleg fjöldahreyfing almennings gegn kúgun, ofbeldi og þjóðarmorði Ísraels í Palestínu. Íslenska sniðgönguhreyfingin, BDS Ísland, starfar í samræmi við hugmyndafræði alþjóðlegu BDS samtakanna sem stofnuð voru 2005. Sniðganga getur verið af ýmsu tagi – á sviði mennta- og menningarmála, innan íþróttahreyfingarinnar eða lista, og ekki síst á sviði verslunar og efnahagsmála. Efnahagsleg sniðganga – það að kaupa t.d. ekki vörur frá Ísrael eða vörur frá tilteknum fyrirtækjum – er öflug leið sem almenningur um allan heim hefur valið til að taka afstöðu gegn lögbrotum Ísraels. Sniðganga þarf að vera hnitmiðuð til að bera árangur. Vörumerki eru valin á sniðgöngulista hreyfingarinnar á grundvelli vandaðra upplýsinga en einnig þarf sniðganga á þeim að vera raunhæft markmið og að hafa ríka skírskotun til íslenskra aðstæðna. Á vefsíðunni snidganga.is er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða vörur og vörumerki íslenska sniðgönguhreyfingin hefur sett í forgang. Þau eru eftirfarandi: Ávextir, grænmeti og vín frá Ísrael Á Íslandi hefur gríðarlegur árangur náðst í sniðgöngu á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael. Í kjölfar sniðgöngu almennings á þessum vörum hættu innflytjendur og verslanakeðjur nánast að flytja þessar vörur til landsins. Það er þó um að gera að hafa varann á, sérstaklega ef þú verslar í Costco sem enn kaupir umtalsvert af ísraelskri matvælaframleiðslu. Höfum augun opin gagnvart vörum með strikamerki sem byrjar á 729 því það er strikamerki Ísraels. Rapyd Europe Rapyd er ísraelskt fjártæknifyrirtæki sem býður upp á þjónustu fyrir greiðslukort, færsluhirðingu í verslunum og netsölu, sem og lausnir fyrir hraðbanka og dælulykla á bensínstöðvum. Rapyd keypti íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Korta árið 2020 og Valitor árið 2021 og starfar á Íslandi sem útibúið Rapyd Europe. Á vefsíðunni Hirðir er að finna lista yfir þau fyrirtæki sem nota Rapyd. Listinn er byggður á ábendingum frá almenningi og alltaf hægt að senda inn fleiri slíkar. Eins og fram hefur komið í annarri lesendagrein þá er sniðgangan á Rapyd söguleg, því líkt og með ísraelsku ávextina og grænmetið, þá hefur aldrei svo stór hluti Íslendinga tekið þátt í sniðgöngu. Sniðgangan á Rapyd hefur slegið öll met og fleiri en 450 fyrirtæki á Íslandi hafa hætt viðskiptum við ísraelska fyrirtækið. Teva Teva er ísraelskt lyfjafyrirtæki og hvorki meira né minna en 4. stærsta fyrirtæki Ísraels. Teva keypti íslenska lyfjafyrirtækið Actavis árið 2016 þó það væri ekki fyrr en árið 2020 sem fyrirtækið tók upp nafn Teva. Áætlað er að um 40% allrar lyfjasölu á Íslandi séu frá Teva. Sniðgöngum alltaf Teva í samráði við lækni eða lyfjafræðing. Moroccanoil Moroccanoil er ísraelskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hárvörum. Þrátt fyrir nafnið er fyrirtækið ísraelskt og 80% framleiðslunnar fer fram í Ísrael. Moroccanoil er jafnframt aðalstyrktaraðili Eurovision, hefur verið það allar götur síðan 2020 og búið að staðfesta að svo verði áfram í keppninni 2026. Á vefsíðunni Hárhirðir er að finna lista yfir þær hárgreiðslustofur og verslanir sem selja Moroccanoil. Listinn er byggður á ábendingum frá almenningi og alltaf hægt að senda inn ábendingar og/eða leiðréttingar. Sodastream Sodastream er ísraelskt fyrirtæki sem er nú í eigu alþjóðlegu samsteypunnar PepsiCo. Þar sem framleiðslan fer ennþá fram í Ísrael er fyrirtækið enn á sniðgöngulistum. Þónokkur árangur hefur náðst í sniðgöngu á Sodastream á Íslandi enda hægt að fá sambærilegar vörur frá mörgum öðrum vörumerkjum. HP – Hewlett Packard HP er tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir og sér um þróun og viðhald á upplýsingatæknibúnaði fyrir ísraelsk stjórnvöld og ísraelskra herinn, þar á meðal auðkenniskerfið sem að notað er á eftirlitsstöðvum hersins þar sem ferðafrelsi Palestínufólks er verulega skert. Auk þess er búnaður HP notaður af ísraelska sjóhernum sem viðheldur varanlegu umsátri um Gaza-svæðið. Mikið af tölvubúnaði íslenskra ríkisfyrirtækja- og stofnana er frá HP. Coca Cola The Central Beverage Company, betur þekkt sem Coca-Cola Ísrael (sem er einkaleyfishafi Coca-Cola í Ísrael) starfrækir bæði vöruhús og dreifingarstöð á iðnaðarsvæðinu í ísraelsku Atarot landtökubyggðinni sem byggð er á stolnu palestínsku landi. Þar að auki framleiðir dótturfyrirtæki TCBC, Tabor Winery, vín úr vínberjum sem fengin eru af vínekrum í landtökubyggðum á hernumdum svæðum Vesturbakkans og sýrlensku Gólan-hæðunum. Undanfarið ár eða svo hefur framboð og úrval annarra kóla- og gosdrykkja vaxið á Íslandi sem gert hefur sniðgöngu á þessum vinsælasta kóladrykk heims auðveldari. Sniðgangan á laugardaginn Laugardaginn 20. september kl. 14 verður Sniðgangan haldin í annað sinn, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Markmið viðburðarins er þríþætt: Að sýna samstöðu með Palestínu Að vekja athygli á því hversu langt íslensk stjórnvöld eiga í land með að grípa til aðgerða gegn Ísrael í samræmi við alþjóðalög og vilja almennings Að vekja athygli almennings á sniðgöngu Sniðgangan á laugardaginn er löng, um tíu kílómetrar á höfuðborgarsvæðinu og um þrír km á Akureyri, til að undirstrika að sniðganga er langtímaverkefni. Viðburðurinn er samstarf sniðgönguhreyfingarinnar BDS Ísland, Félagsins Ísland-Palestína, almannaheillafélagsins Vonarbrúar og Dýrsins - félags um réttinn til að mótmæla. Þó íslensk stjórnvöld dragi lappirnar getum við neytendur, í krafti samtakamáttarins, náð heilmiklum árangri. Við höfnum ísraelskum vörum, neitum að láta peninga renna til ísraelskra fyrirtækja og þar með ísraelska ríkisins, og við tökum skýra afstöðu gegn öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem styðja eða hagnast á lögbrotum og þjóðarmorði Ísraels. Sjáumst í Sniðgöngunni! Höfundar eru félagar í íslensku sniðgönguhreyfingunni BDS Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. september birti sérfræðinganefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna tímamótaskýrslu um þjóðarmorð Ísraels í Palestínu. Niðurstöður skýrslunnar eru algjörlega afgerandi og ljóst að ekkert ríki heims getur nú vikist undan ábyrgð. Ákall almennings um raunverulegar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorðið hefur aldrei verið sterkara. Það kom skýrt fram á fjöldafundunum sem haldnir voru út um allt land 6. september s.l. undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði en talið er að þá hafi 8-9000 manns komið saman. Samstaða sem þessi skapar þrýsting á stjórnvöld að grípa til aðgerða, en það er þó fleira sem við almenningur getum gert til að sýna Palestínu stuðning. Við getum gengið til liðs við sniðgönguhreyfinguna, sem er alþjóðleg fjöldahreyfing almennings gegn kúgun, ofbeldi og þjóðarmorði Ísraels í Palestínu. Íslenska sniðgönguhreyfingin, BDS Ísland, starfar í samræmi við hugmyndafræði alþjóðlegu BDS samtakanna sem stofnuð voru 2005. Sniðganga getur verið af ýmsu tagi – á sviði mennta- og menningarmála, innan íþróttahreyfingarinnar eða lista, og ekki síst á sviði verslunar og efnahagsmála. Efnahagsleg sniðganga – það að kaupa t.d. ekki vörur frá Ísrael eða vörur frá tilteknum fyrirtækjum – er öflug leið sem almenningur um allan heim hefur valið til að taka afstöðu gegn lögbrotum Ísraels. Sniðganga þarf að vera hnitmiðuð til að bera árangur. Vörumerki eru valin á sniðgöngulista hreyfingarinnar á grundvelli vandaðra upplýsinga en einnig þarf sniðganga á þeim að vera raunhæft markmið og að hafa ríka skírskotun til íslenskra aðstæðna. Á vefsíðunni snidganga.is er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða vörur og vörumerki íslenska sniðgönguhreyfingin hefur sett í forgang. Þau eru eftirfarandi: Ávextir, grænmeti og vín frá Ísrael Á Íslandi hefur gríðarlegur árangur náðst í sniðgöngu á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael. Í kjölfar sniðgöngu almennings á þessum vörum hættu innflytjendur og verslanakeðjur nánast að flytja þessar vörur til landsins. Það er þó um að gera að hafa varann á, sérstaklega ef þú verslar í Costco sem enn kaupir umtalsvert af ísraelskri matvælaframleiðslu. Höfum augun opin gagnvart vörum með strikamerki sem byrjar á 729 því það er strikamerki Ísraels. Rapyd Europe Rapyd er ísraelskt fjártæknifyrirtæki sem býður upp á þjónustu fyrir greiðslukort, færsluhirðingu í verslunum og netsölu, sem og lausnir fyrir hraðbanka og dælulykla á bensínstöðvum. Rapyd keypti íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Korta árið 2020 og Valitor árið 2021 og starfar á Íslandi sem útibúið Rapyd Europe. Á vefsíðunni Hirðir er að finna lista yfir þau fyrirtæki sem nota Rapyd. Listinn er byggður á ábendingum frá almenningi og alltaf hægt að senda inn fleiri slíkar. Eins og fram hefur komið í annarri lesendagrein þá er sniðgangan á Rapyd söguleg, því líkt og með ísraelsku ávextina og grænmetið, þá hefur aldrei svo stór hluti Íslendinga tekið þátt í sniðgöngu. Sniðgangan á Rapyd hefur slegið öll met og fleiri en 450 fyrirtæki á Íslandi hafa hætt viðskiptum við ísraelska fyrirtækið. Teva Teva er ísraelskt lyfjafyrirtæki og hvorki meira né minna en 4. stærsta fyrirtæki Ísraels. Teva keypti íslenska lyfjafyrirtækið Actavis árið 2016 þó það væri ekki fyrr en árið 2020 sem fyrirtækið tók upp nafn Teva. Áætlað er að um 40% allrar lyfjasölu á Íslandi séu frá Teva. Sniðgöngum alltaf Teva í samráði við lækni eða lyfjafræðing. Moroccanoil Moroccanoil er ísraelskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hárvörum. Þrátt fyrir nafnið er fyrirtækið ísraelskt og 80% framleiðslunnar fer fram í Ísrael. Moroccanoil er jafnframt aðalstyrktaraðili Eurovision, hefur verið það allar götur síðan 2020 og búið að staðfesta að svo verði áfram í keppninni 2026. Á vefsíðunni Hárhirðir er að finna lista yfir þær hárgreiðslustofur og verslanir sem selja Moroccanoil. Listinn er byggður á ábendingum frá almenningi og alltaf hægt að senda inn ábendingar og/eða leiðréttingar. Sodastream Sodastream er ísraelskt fyrirtæki sem er nú í eigu alþjóðlegu samsteypunnar PepsiCo. Þar sem framleiðslan fer ennþá fram í Ísrael er fyrirtækið enn á sniðgöngulistum. Þónokkur árangur hefur náðst í sniðgöngu á Sodastream á Íslandi enda hægt að fá sambærilegar vörur frá mörgum öðrum vörumerkjum. HP – Hewlett Packard HP er tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir og sér um þróun og viðhald á upplýsingatæknibúnaði fyrir ísraelsk stjórnvöld og ísraelskra herinn, þar á meðal auðkenniskerfið sem að notað er á eftirlitsstöðvum hersins þar sem ferðafrelsi Palestínufólks er verulega skert. Auk þess er búnaður HP notaður af ísraelska sjóhernum sem viðheldur varanlegu umsátri um Gaza-svæðið. Mikið af tölvubúnaði íslenskra ríkisfyrirtækja- og stofnana er frá HP. Coca Cola The Central Beverage Company, betur þekkt sem Coca-Cola Ísrael (sem er einkaleyfishafi Coca-Cola í Ísrael) starfrækir bæði vöruhús og dreifingarstöð á iðnaðarsvæðinu í ísraelsku Atarot landtökubyggðinni sem byggð er á stolnu palestínsku landi. Þar að auki framleiðir dótturfyrirtæki TCBC, Tabor Winery, vín úr vínberjum sem fengin eru af vínekrum í landtökubyggðum á hernumdum svæðum Vesturbakkans og sýrlensku Gólan-hæðunum. Undanfarið ár eða svo hefur framboð og úrval annarra kóla- og gosdrykkja vaxið á Íslandi sem gert hefur sniðgöngu á þessum vinsælasta kóladrykk heims auðveldari. Sniðgangan á laugardaginn Laugardaginn 20. september kl. 14 verður Sniðgangan haldin í annað sinn, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Markmið viðburðarins er þríþætt: Að sýna samstöðu með Palestínu Að vekja athygli á því hversu langt íslensk stjórnvöld eiga í land með að grípa til aðgerða gegn Ísrael í samræmi við alþjóðalög og vilja almennings Að vekja athygli almennings á sniðgöngu Sniðgangan á laugardaginn er löng, um tíu kílómetrar á höfuðborgarsvæðinu og um þrír km á Akureyri, til að undirstrika að sniðganga er langtímaverkefni. Viðburðurinn er samstarf sniðgönguhreyfingarinnar BDS Ísland, Félagsins Ísland-Palestína, almannaheillafélagsins Vonarbrúar og Dýrsins - félags um réttinn til að mótmæla. Þó íslensk stjórnvöld dragi lappirnar getum við neytendur, í krafti samtakamáttarins, náð heilmiklum árangri. Við höfnum ísraelskum vörum, neitum að láta peninga renna til ísraelskra fyrirtækja og þar með ísraelska ríkisins, og við tökum skýra afstöðu gegn öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem styðja eða hagnast á lögbrotum og þjóðarmorði Ísraels. Sjáumst í Sniðgöngunni! Höfundar eru félagar í íslensku sniðgönguhreyfingunni BDS Ísland.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar