Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 15:10 Ósk Gunnarsdóttir og Þórdís Ólöf Jónsdóttir eru spenntar fyrir helginni. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Ólöf Jónsdóttir kveðst í mikið betra ástandi, andlega og líkamlega, fyrir bakgarðshlaupið í Heiðmörk um helgina en í maí þegar hún hljóp þó 40 hringi. Ósk Gunnarsdóttir ætlar að sjá til þess að vinkona sín klári hvern einasta orkudropa. Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira