Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2025 17:47 Noah Lyles hefur unnið fjögur HM í röð, frá 2019-25, líkt og Usain Bolt gerði frá 2009-15. Hannah Peters/Getty Images Noah Lyles varð í dag heimsmeistari í 200 metra hlaupi í fjórða sinn í röð, sem aðeins Usain Bolt hefur tekist áður. Lyles hljóp á 19,52 sekúndum á HM í Tókýó í dag. Samlandi hans frá Bandaríkjunum, Kenny Bednarek varð annar og ungstirnið frá Jamaíku, Bryan Levell, varð þriðji og þar með sá fyrsti síðan Usain Bolt árið 2015 til að vinna verðlaun í greininni fyrir Jamaíku. Men's 200m Final:🥇19.52🇺🇸Noah Lyles🥈19.58🇺🇸Kenny Bednarek (SB)🥉19.64🇯🇲Bryan Levell (PB)19.65🇧🇼Letsile Tebogo (SB)pic.twitter.com/TLxCDF9XKA— Travis Miller (@travismillerx13) September 19, 2025 Það ár varð Bolt heimsmeistari fjórða skiptið í röð, líkt og Lyles í dag. Bandaríkjamaðurinn hefur líka sópað til sín fleiri titlum, eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi tímabils, og er meðal annars ríkjandi meistari Demantadeildarinnar. Lyles hefur þó aldrei unnið langeftirsóttustu verðlaun 200 metra hlaupsins, Ólympíugullið, þrátt fyrir að hafa unnið öll fjögur heimsmeistaramótin síðan 2019. Hann fékk brons á ÓL í Tókýó 2021 og silfur í París í fyrra. Sigurinn í dag ætti þó að gefa honum sjálfstraust, nú þegar undirbúningur fyrir leikana í Los Angeles 2028 er hafinn. Spennandi verður að fylgjast með hvernig Lyles vegnar en hann varð 28 ára í sumar og iðulega hægist mikið á spretthlaupurum um eða eftir þrítugt. „Ég get ekki beðið eftir HM 2027 til að verða fyrsti maðurinn til að vinna fimm titla í röð“ sagði Lyles eftir sigurinn í dag. Hann er þó, og verður líklega enn þegar að því kemur, töluvert hægari en Bolt var uppi á sitt besta. 🗣️"I'm not worried"Usain Bolt does not see his Olympic world records being broken by the likes of Noah Lyles 🥇 pic.twitter.com/ui8WMsfqpG— Sky Sports (@SkySports) September 11, 2025 Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Lyles hljóp á 19,52 sekúndum á HM í Tókýó í dag. Samlandi hans frá Bandaríkjunum, Kenny Bednarek varð annar og ungstirnið frá Jamaíku, Bryan Levell, varð þriðji og þar með sá fyrsti síðan Usain Bolt árið 2015 til að vinna verðlaun í greininni fyrir Jamaíku. Men's 200m Final:🥇19.52🇺🇸Noah Lyles🥈19.58🇺🇸Kenny Bednarek (SB)🥉19.64🇯🇲Bryan Levell (PB)19.65🇧🇼Letsile Tebogo (SB)pic.twitter.com/TLxCDF9XKA— Travis Miller (@travismillerx13) September 19, 2025 Það ár varð Bolt heimsmeistari fjórða skiptið í röð, líkt og Lyles í dag. Bandaríkjamaðurinn hefur líka sópað til sín fleiri titlum, eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi tímabils, og er meðal annars ríkjandi meistari Demantadeildarinnar. Lyles hefur þó aldrei unnið langeftirsóttustu verðlaun 200 metra hlaupsins, Ólympíugullið, þrátt fyrir að hafa unnið öll fjögur heimsmeistaramótin síðan 2019. Hann fékk brons á ÓL í Tókýó 2021 og silfur í París í fyrra. Sigurinn í dag ætti þó að gefa honum sjálfstraust, nú þegar undirbúningur fyrir leikana í Los Angeles 2028 er hafinn. Spennandi verður að fylgjast með hvernig Lyles vegnar en hann varð 28 ára í sumar og iðulega hægist mikið á spretthlaupurum um eða eftir þrítugt. „Ég get ekki beðið eftir HM 2027 til að verða fyrsti maðurinn til að vinna fimm titla í röð“ sagði Lyles eftir sigurinn í dag. Hann er þó, og verður líklega enn þegar að því kemur, töluvert hægari en Bolt var uppi á sitt besta. 🗣️"I'm not worried"Usain Bolt does not see his Olympic world records being broken by the likes of Noah Lyles 🥇 pic.twitter.com/ui8WMsfqpG— Sky Sports (@SkySports) September 11, 2025
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira