Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 11:18 Margrét Sigríður segir ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki. Komist menn aftur til landsins sé þeim aftur fylgt úr landi. Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira