Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2025 07:31 „Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar