Innlent

Ferðum af­lýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaup­manna­höfn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Icelandair setti á nýtt flug til að bæta upp fyrir þá ferð sem þurfti að aflýsa.
Icelandair setti á nýtt flug til að bæta upp fyrir þá ferð sem þurfti að aflýsa. Vísir/samsett

Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play.

„Lokun Kastrupflugvallar í gær hafði þau áhrif að vél Icelandair, flug FI216, lenti í Álaborg. Þar sem óvíst var á þeim tímapunkti hvenær flugvöllurinn myndi opna aftur var ákveðið að snúa vélinni aftur til Keflavíkur. Þá var kvöldflugi Icelandair frá Kaupmannahöfn, FI219, aflýst,“ segir meðal annars í svari Icelandair við fyrirspurn fréttasofu.

Í morgun setti félagið auka flug á áætlun fyrir þá farþega sem urðu fyrir áður nefndri röskun, til Kaupmannahafnar og til baka, en það fór í loftið frá Keflavík klukkan 7:40 í morgun.

Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play staðfestir við Vísi að lokunin í gær hafi ekki haft nein áhrif á áætlunarflug flugfélagsins.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðum flugvallanna í Keflavík og í Kaupmannahöfn hefur norræna flugfélagið SAS aflýst flugi sem átti að fara frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur klukkan 08:20 að staðartíma og ferð frá Keflavík til Kaupmannahafnar klukkan 10:20 í morgun.

Að öðru leyti virðast flugsamgöngur til og frá Keflavík og Kaupmannahöfn vera á áætlun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×