Lífið

Bragð­góð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hvað er betra en bragðgóð og ilmandi súpa á köldu haustkvöldi.
Hvað er betra en bragðgóð og ilmandi súpa á köldu haustkvöldi.

Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat.

Graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Hráefni -fyrir 4

  • 1 meðalstórt grasker (um 800 g), afhýtt og skorið í bita
  • 1 púrrulaukur, skorinn í sneiðar
  • 2 msk kókosolía
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk ferskur engifer, rifinn
  • 1–2 msk karrýduft (eftir styrkleika og smekk)
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 l grænmetissoð
  • 1 dós eða 400 ml kókosmjólk
  • Chili flögur, salt og pipar eftir smekk
  • Safi úr ½ lime (valfrjálst, gefur ferskleika)
  • Rósemarín möndlur til skrauts

Aðferð:

1. Hitið olíu í potti og steikið, laukinn og púrrulaukinn þar til allt mýkist.

2. Bætið hvítlauk, engifer og karrýdufti út í, hrærið í 1–2 mínútur

3. Setjið graskersbitana út í og veltið þeim upp úr kryddinu.

4. Hellið soði yfir og látið sjóða í 20 mínútur, eða þar til graskerið er orðið mjúkt.

5. Bætið kókosmjólk og tómötum út í, smakkið til með chili, salti, pipar og lime.

7. Berið fram með steiktum möndlum.


Tengdar fréttir

Ljúffengir hafraklattar með kaffinu

Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu.

Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu

Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift að fagurgrænum og ferskum þeytingi með fylgjendum sínum á Instagram. Drykkurinn er stútfullur af hollustu og ætti að gefa góða orku inn í daginn.

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.