Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 12:54 Gífurlegur viðbúnaður er á vettvangi. AP/Jamie Stengle Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22
Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01
Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02