Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 22:32 Eiríkur Rögnvaldsson hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Í umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026 málar hann upp nokkuð dökka mynd af stöðunni eftir tvo til þrjá áratugi. Vísir/Lýður Valberg Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga. Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“ Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“
Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira