Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar 25. september 2025 08:02 Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það getur margborgað sig að þekkja til þess hvernig lyf eru uppgötvuð, prófuð, framleidd, þróuð, vottuð, notuð og misnotuð. Nýleg dæmi sanna að ekki er á allra valdi að túlka lyfjavirkni og aukaverkanir, jafnvel valdamestu menn heims geta hnotið um staðreyndir og farið með fleipur. Þá er ágætt að hafa hugfast að ein aðgengilegasta heilbrigðisstéttin er tilbúin til svara. Lyfjafræðingar eru, einir heilbrigðisstétta, menntaðir til þess að þekkja allan lífsferil lyfja. Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga og því ber að fagna. Lyfjafræðingar sinna fjölmörgum hlutverkum í samfélaginu. Þeir uppgötva, rannsaka, þróa og tryggja öryggi lyfja. Á heilsugæslum og sjúkrahúsum fræða þeir aðrar heilbrigðisstéttir um lyf, blanda lyf, sinna lyfjarýni og niðurtröppun. Sú vinna bætir heilsu sjúklinga og nýtir auð heilbrigðiskerfisins betur. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf, tryggja rétta notkun lyfja og koma í veg fyrir mistök sem rata ekki í fréttirnar en skipta líf og heilsu skjólstæðinga máli. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar þegar tekið að sér enn stærra hlutverk. Bólusetningar, lyfjayfirferð og jafnvel lyfjaávísanir er hluti af daglegu starfi þeirra. Þessi þróun sýnir að með nýtingu sérfræðiþekkingar lyfjafræðinga geta þeir tekið þátt í að mæta áskorunum heilbrigðiskerfa, áskorunum sem eru sameiginlegar öllum löndum: íbúar eldast, lyfjameðferðir verða flóknari og heilbrigðiskostnaður fer hækkandi. Á Alþjóðadegi lyfjafræðinga er rétt að staldra við, horfa á framlag stéttarinnar og fagna því mikla sem lyfjafræðingar hafa fram að færa til bættrar heilbrigðisþjónustu við almenning. Í heimi þar sem rangar upplýsingar geta borist hratt er gott að vita að sérfræðingar séu til taks, til að leiðrétta yfirlýsingar og styðja við samfélagið. Til hamingju með daginn, kæru lyfjafræðingar. Þið eruð ómissandi stoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun