Innlent

Óskaði að­stoðar með gríðar­stóran hníf

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið með rólegasta móti.
Nóttin virðist hafa verið með rólegasta móti.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gær en þegar stóð til að ræða við einstaklinginn sem óskaði aðstoðar í lögreglubifreið fannst á honum stærðarinnar hnífur.

Viðkomandi verður kærður fyrir vopnalagabrot.

Nóttin virðist annars hafa verið með rólegasta móti en aðeins 30 mál voru skráð á vaktinni og einn gisti fangageymslur í morgun.

Einn var handtekinn í annarlegu ástandi, þar sem hann var að valda ónæði á heilbrigðisstofnun. Þá var tilkynnt um eignaspjöll á bifreið.

Lögregla hafði einnig upp á ökumanni sem virðist hafa ekið niður fjölda umferðarskilta. Var hann látinn laus eftir samtal en málið er í rannsókn. Lögregla rannsakar einnig mál þar sem eldur kom upp í bifreið en vel gekk að ráða að niðurlögum hans.

Skráningarmerki voru fjarlægð af fjölda bifreiða, sem ýmist voru ótryggðar eða óskoðaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×