Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. september 2025 11:15 Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar