Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir, Elí Hörpu og Önundar, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Helga Ögmundardóttir, Íris Ellenberger, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifa 25. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar gáfu á dögunum út skýrslu rannsóknanefndar þar sem fram kemur að Ísrael fremji meðvitað og markvisst þjóðarmorð á Gaza. Áður höfðu Amnesty International, Human Rights Watch (HRW) og fleiri mannréttindasamtök komist að sömu niðurstöðu. Í þessu felast til að mynda markvissar árásir á börn, kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi og víðtækar árásir á mennta- og menningarstofnanir. Þá tekur nefndin fram að Ísraelar sýni engan vilja til að hætta þjóðarmorðinu þrátt fyrir alþjóðlegar beiðnir þar um. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð, sem Ísland hefur samþykkt, er jákvæð skylda aðildarríkja að beita öllum tiltækum úrræðum sem þau hafa yfir að ráða til að reyna að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þessi skylda verði virk um leið og ríki veit, eða ætti að vita, af alvarlegri hættu á þjóðarmorði. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki brugðist við af festu eins og þeim ber skylda til. Rauði krossinn á Íslandi hefur sent út neyðarkall, eins konar lokaviðvörun til stjórnvalda að bregðast við ástandinu, og segir tímann á þrotum. Ljóst er að Íslendingar, þar með talið íslenskar menntastofnanir geta ekki látið hjá líða að bregðast við þessu með afgerandi hætti. Eins og segir í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna gerir þögn eða skeytingaleysi um þjóðarmorðið okkur öll samsek. Í þessu ljósi teljum hvern þann dag sem líður án þess að Háskóli Íslands taki virka afstöðu með aðgerðum gegn þjóðarmorðinu vera óásættanlegan. Akademísk sniðganga er hluti af siðferðislegri ábyrgð fræðasamfélagsins að bregðast við óréttlæti, standa gegn samsekt og að beita áhrifum sínum í þágu mannréttinda, frelsis og réttlætis. Sniðganga er friðsamlegt mótvægi við aðgerðir sem brjóta gegn alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum og í raun lágmarksviðleitni til að bregðast við yfirstandandi þjóðarmorði. Í rektorsframboði sínu talaði núverandi rektor, Silja Bára Ómarsdóttir, skýrt um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn þjóðar- og menntamorði sem Ísrael fremur í Palestínu. Nú, tæpum þremur mánuðum eftir að Silja Bára tók við embætti, hefur háskólinn ekkert aðhafst varðandi málefni Palestínu, fyrir utan óljós áform um upphaf samráðsferlis varðandi hvað gæti falist í sniðgöngu. Við fögnum frumkvæði rektorsskrifstofu í átt að auknu lýðræði í ákvarðanatöku sem varða stefnu Háskólans, en teljum þó að aðgerðir gegn þjóðarmorði sem hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár séu ekki æskilegur vettvangur fyrir slíkar tilraunir. Í ljósi ofangreindra yfirlýsinga Sameinuðu Þjóðanna og Rauða krossins er það skylda stjórnar Háskóla Íslands að bregðast við með viðeigandi aðgerðum strax og er ein sú mikilvægasta að beita allar ísraelskar fræða- og ríkisstofnanir sniðgöngu. Ekki er um breytingu á starfsháttum Háskólans að ræða þar sem háskólaráð ákvað nýlega að slíta tengslum við allar rússneskar menntastofnanir af sambærilegum ástæðum, en sú ákvörðun krafðist ekki eins víðtæks samráðsferlis og nú er í bígerð. Háskólaráð hefur bæði valdheimild og skyldu til að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Við hvetjum stjórnendur HÍ að sýna hugrekki og taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og með alþjóðakerfinu með tafarlausum aðgerðum. Fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu, Auður Magndís Auðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ Elí Hörpu og Önundar, meistaranemi á Menntavísindasviði HÍ Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Helga Ögmundardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ Íris Ellenberger, prófessor við Menntavísindasvið HÍ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi við Hugvísindasvið HÍ –––––––––––––––––––––––– Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael Kynningarfundur um sniðgöngu verður haldinn þann 8. Október kl. 12-13 á háskólasvæðinu (nánari upplýsingar verða tilkynntar von bráðar). Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar gáfu á dögunum út skýrslu rannsóknanefndar þar sem fram kemur að Ísrael fremji meðvitað og markvisst þjóðarmorð á Gaza. Áður höfðu Amnesty International, Human Rights Watch (HRW) og fleiri mannréttindasamtök komist að sömu niðurstöðu. Í þessu felast til að mynda markvissar árásir á börn, kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi og víðtækar árásir á mennta- og menningarstofnanir. Þá tekur nefndin fram að Ísraelar sýni engan vilja til að hætta þjóðarmorðinu þrátt fyrir alþjóðlegar beiðnir þar um. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð, sem Ísland hefur samþykkt, er jákvæð skylda aðildarríkja að beita öllum tiltækum úrræðum sem þau hafa yfir að ráða til að reyna að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þessi skylda verði virk um leið og ríki veit, eða ætti að vita, af alvarlegri hættu á þjóðarmorði. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki brugðist við af festu eins og þeim ber skylda til. Rauði krossinn á Íslandi hefur sent út neyðarkall, eins konar lokaviðvörun til stjórnvalda að bregðast við ástandinu, og segir tímann á þrotum. Ljóst er að Íslendingar, þar með talið íslenskar menntastofnanir geta ekki látið hjá líða að bregðast við þessu með afgerandi hætti. Eins og segir í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna gerir þögn eða skeytingaleysi um þjóðarmorðið okkur öll samsek. Í þessu ljósi teljum hvern þann dag sem líður án þess að Háskóli Íslands taki virka afstöðu með aðgerðum gegn þjóðarmorðinu vera óásættanlegan. Akademísk sniðganga er hluti af siðferðislegri ábyrgð fræðasamfélagsins að bregðast við óréttlæti, standa gegn samsekt og að beita áhrifum sínum í þágu mannréttinda, frelsis og réttlætis. Sniðganga er friðsamlegt mótvægi við aðgerðir sem brjóta gegn alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum og í raun lágmarksviðleitni til að bregðast við yfirstandandi þjóðarmorði. Í rektorsframboði sínu talaði núverandi rektor, Silja Bára Ómarsdóttir, skýrt um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn þjóðar- og menntamorði sem Ísrael fremur í Palestínu. Nú, tæpum þremur mánuðum eftir að Silja Bára tók við embætti, hefur háskólinn ekkert aðhafst varðandi málefni Palestínu, fyrir utan óljós áform um upphaf samráðsferlis varðandi hvað gæti falist í sniðgöngu. Við fögnum frumkvæði rektorsskrifstofu í átt að auknu lýðræði í ákvarðanatöku sem varða stefnu Háskólans, en teljum þó að aðgerðir gegn þjóðarmorði sem hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár séu ekki æskilegur vettvangur fyrir slíkar tilraunir. Í ljósi ofangreindra yfirlýsinga Sameinuðu Þjóðanna og Rauða krossins er það skylda stjórnar Háskóla Íslands að bregðast við með viðeigandi aðgerðum strax og er ein sú mikilvægasta að beita allar ísraelskar fræða- og ríkisstofnanir sniðgöngu. Ekki er um breytingu á starfsháttum Háskólans að ræða þar sem háskólaráð ákvað nýlega að slíta tengslum við allar rússneskar menntastofnanir af sambærilegum ástæðum, en sú ákvörðun krafðist ekki eins víðtæks samráðsferlis og nú er í bígerð. Háskólaráð hefur bæði valdheimild og skyldu til að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Við hvetjum stjórnendur HÍ að sýna hugrekki og taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og með alþjóðakerfinu með tafarlausum aðgerðum. Fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu, Auður Magndís Auðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ Elí Hörpu og Önundar, meistaranemi á Menntavísindasviði HÍ Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Helga Ögmundardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ Íris Ellenberger, prófessor við Menntavísindasvið HÍ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi við Hugvísindasvið HÍ –––––––––––––––––––––––– Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael Kynningarfundur um sniðgöngu verður haldinn þann 8. Október kl. 12-13 á háskólasvæðinu (nánari upplýsingar verða tilkynntar von bráðar). Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar