NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 25. september 2025 11:45 Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar