Innlent

Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta

Atli Ísleifsson skrifar
Miklir vatnavextir eru á suðaustanverðu landinu eins og sjá má á myndinni. Myndin var tekin í morgun.
Miklir vatnavextir eru á suðaustanverðu landinu eins og sjá má á myndinni. Myndin var tekin í morgun. Borgar Antonsson

Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að vinnuflokkur sé á leiðinni á staðinn. 

Vegagerðin hyggst birta frekari upplýsingar um leið og þær berast.

Hringvegurinn fór í sundur við Jökulsá í Lóni. Vegagerðin

Veðurstofan spáir talsverðri eða mikilli rigningu á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum næstu daga, eða fram á mánudag. Varað hafði verið við að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Sömuleiðis er aukin hætta á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum.

Frá vettvangi.Gauti Árnason
Gauti Árnason starfsmaður Vegagerðarinnar og forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar var einn þeirra sem fór á vettvang og tók þessar myndir í morgun.Gauti Árnason

Tengdar fréttir

Von á mesta vindinum í marga mánuði

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi.

Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta

Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×