Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 29. september 2025 07:01 Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar