Handbolti

ÍBV með þægi­legan sex marka sigur á Þór

Siggeir Ævarsson skrifar
Elías Þór var markahæstur Eyjamanna í dag
Elías Þór var markahæstur Eyjamanna í dag Vísir/Anton Brink

Eyjamenn tóku á móti Þór frá Akureyri í dag í Olís-deild karla í handbolta en heimamenn unnu leikinn nokkuð örugglega 30-24.

ÍBV leiddi 17-13 í hálfleik og eftir það stigmagnaðist munurinn hægt og bítandi og dansaði í kringum sex mörkin eftir því sem nær dró leikslokum.

Kári Kristján Kristjánsson, sem sagði skilið við Eyjamenn síðsumars, ekki beinlínis á góðum nótum, lék sinn fyrsta leik fyrir Þór í dag og skoraði þrjú mörk. 

Markahæstir í liði ÍBV voru þeir Elís Þór Aðalsteinsson og Jakob Ingi Stefánsson, báðir með sjö mörk.

Markahæstur í liði Þórs var Þórður Tandri Ágústsson með fjögur mörk.

Eyjamenn hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Þórsarar aðeins landað einum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×