Innlent

Geirfinnsmálið, orku­öflun, gjaldeyrishöftin og ís­lenskan á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrst fær Kristján Soffíu Sigurðardóttur í heimsókn en hún er ein þeirra sem standa að baki nýrrar bókar um Geirfinnsmálið. Hún ætlar að segja frá bókinni, niðurstöðum rannsóknar höfunda hennar og framhald málsins en höfundarnir hafa sent fjölda gagna til lögreglu.

Því næst ætlar Geir Guðmundsson, verkfræðingur, að ræða við Kristján um orkuöflun framtíðarinnar. Hún þurfi að aukast um þrjátíu prósent á fáum árum til að standa undir orkuskiptum. Verður hægt að veðja á sólarorku og vind eða er okkur nauðugur einn kostur að trúa á jarðefnaeldsneytið áfram. Er rétt að bora eftir olíu og er loftslagsvandinn orðum aukinn?

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla svo að ræða afmæli afléttingu gjaldeyrishafta og samninga við kröfuhafa íslenska bankakerfisins fyrir tíu árum síðan. Þeir ætla að rifja upp málið í tilefni ráðstefnu sem haldin verður í næstu viku.

Að endingu ætlar Linda Ösp Heimisdóttir, doktor í málvísindum, að ræða vinnu hennar sem snýr að því að varðveita íslenskuna í rafrænum heimi með máltækni. Hún varpar ljósi á stöðu smárra tungumála á tímum þar sem enskumælandi gervigreind tekur yfir upplýsingaflæði heimsins.

Eins og venjulega hefst Sprengisandur á Bylgjunni klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×